Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sigurður Einarsson og meintu óvildarmennirnir

Kannski er það bara ég sem á erfitt með að taka mikið mark á orðum Sigurðar Einarssonar hvað varðar Davíð.
 
Sigurður var stjórnarformaður fyrirtækis sem lenti í stærsta gjaldþroti Íslandssögunnar. Á sama tíma og hann lét þessi ummæli falla var m.a. hörð ádeila í þjóðfélaginu um að stjórnendur Kaupþings hefðu fengið felldar niður persónulegar ábyrgðir á lántökum í bankanum. Forstjóri og stjórnarformaður bankans eru sagðir hafa verið stærstu lántakendurnir sem fengu slíka niðurfellingu (og Sigurður jafnframt formaður stjórnarinnar sem samþykkti niðurfellinguna). Óneitanlega hefur verið þægilegt að beina allri þessari óþægilegu athygli eitthvert annað.

Auk þess verður að teljast ansi furðulegt að formaður bankastjórnar Seðlabankans á að hafa sagt þetta samkvæmt Sigurði en Seðlabankinn veitti  Kaupþingi 500 milljóna evra lán með veðum í FIH bankanum í Danmörku til að hjálpa Kaupþing að komast af! Kaupþing var eini bankinn sem fékk slíka fyrirgreiðslu og enginn smá fyrirgreiðsla það, með veðum í hlutabréfum fjármálafyrirtækis sem tæplegast verður talið sem áhugaverðasta veðið nú á dögum. Ég átta mig ekki alveg á hverskonar óvild það er?

Annars virðast óvildarmenn Sigurðar vera ansi margir. Hann hefur verið óspar á yfirlýsingar um illa innrættar erlendar greiningardeildir og fræðimenn sem sögðu eitthvað slæmt um bankann, gott ef ekki, samkvæmt honum, einungis í samkeppnislegum tilgangi og tölum nú ekki um hvort jafnvel eitthvað annarlegt eigi að hafa búið þar að baki greiningum sem komu bankanum illa.

Ef Kaupþing hefur verið í einhverjum sérstökum óvildarhóp Davíðs, hvernig stendur þá á því að bankinn varð stærsta fyrirtæki landsins og hélt höfuðstöðvum sínum á Íslandi? Höfum einnig í huga að lítill hluti efnahagsreiknings Kaupþings tengdist Íslandi.

Semsagt, ef Sigurður hefur tekið þessa meintu hótun alvarlega, hvers vegna var ekki ráðist í það að flytja bankann erlendis fljótlega eftir það... eða fyrr, því eins og hann segir, á þessi óvild að hafa staðið yfir í langan tíma, og tæplegast hefur lítið hlutfall efnahagsreiknings á Íslandi verið mikil fyrirstaða í slíkum flutningum?

Af framansögðu, á ég mjög erfitt með að taka mikið mark á orðum Sigurðar hvað þetta varðar, er annað hægt? Maður spyr sig...


mbl.is Stjórn Seðlabanka ætlar ekki að tjá sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En leggja alveg niður hitt utanríkisráðuneytið?

Hvernig væri að leggja hreinlega alfarið niður hitt utanríkisráðuneytið sem virðist starfandi, þ.e.a.s. forsetaembættið? Þá myndu sparast a.m.k. 200 milljónir króna (m.v. fjárlög 2008). Einnig væri hægt að útfæra þetta þannig að vildarvinir forsetaembættisins myndu reiða fram frjáls framlög til að halda því gangandi.

Til upplýsinga um annan kostnað, fengið af vef Morgunblaðsins:

Til samanburðar má geta þess að það kostar 250 milljónir að halda úti heilli ríkisstjórn. Þá er kostnaður við Hæstarétt 139 milljónir og kostnaður við alþjóðasamstarf Alþingis var 170 milljónir árið 2007, en gert er ráð fyrir 90 milljónum í það starf á fjárlögum ársins 2008.  

Ætli þessi hugmynd að ofan gæti ekki hjálpað eitthvað? Maður spyr sig


mbl.is Stefnt að 2,3 milljarða sparnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármunir til kaupa á fjölmiðlum 365?

Það skyldi þó ekki vera einhver tengsl á milli þessarar sölu í Moss Bros, upp á svo til sömu upphæð og nefnd var sem reiðufé við kaupin á fjölmiðlum 365? Maður spyr sig...
mbl.is Baugur selur í Moss Bros
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumkunarvert yfirklór DV á Moggablogginu?

Það er skemmst frá því að segja að við hverja bloggfærslu þar sem eitthvað neikvætt var skrifað um DV vegna fréttarinnar http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/11/dv_segir_yfirlysingar_rikislogreglustjora_villandi/ komu fram athugasemdir til að reyna að verja hinn ömurlega málstað DV. 

Þó er tilviljunin nú ekki meiri en svo að allar þessar athugasemdir voru settar inn á skömmu tímabili eftir miðnætti, undir mismunandi nöfnum og snérust efnislega allar um það sama þar sem byrjað var að því að vega að persónu eiganda vefsíðunnar. Skemmtileg tilviljun með IP-töluna líka... Var nokkuð verið að reyna að villa á sér heimildir til að auka hinn rýra trúverðugleika?

Dæmi nú hver fyrir sig hvort hugsanlega gæti nú verið að sami aðili hafi verið að reyna að villa á sér heimildir og e.t.v. starfsmaður DV ...

Fyrir aðra áhugasama þá er IP-tala viðkomandi: 85.220.73.107.

 

Athugasemdirnar voru annars:

http://zumann.blog.is/blog/zumann/entry/707569/

"Veistu að ég held að þú gangir ekki heill til skógar Guðmundur Jónas Kristjánsson. Gerði DV þér eitthvað? Skrifuðu þeir einhvern tímann um þig? Þú ert svo blindaður hatri í garð DV að það er ekki hægt að trúa einu einasta orði sem birtist eftir þig hérna á vefnum.

Afhverju er allt svona mikið leyndarmál hjá lögreglunni? Afhverju er ekki hægt að koma hreint fram til dyranna og svara auðveldum spurningum? Afhverju þarf allt að vera svona leynilegt í svona litlu landi þar sem flestir þekkja flesta?

En Guðmundur Jónas - þú ert án efa ein allra mesta málpípa Sjálfstæðisflokksins sem ég hef nokkurn tímann rekist á hér á spjallinu. Hvað er að ESB? Ert þú kannski í toppmálum í dag með þína peninga og verðtryggðu lán? Þjóðin er það ekki.

Geir Friðrik (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:58"

 

http://dollih.blog.is/blog/dollih/entry/707605/

"Dolli minn þú hlýtur bara að vera blindaður af hatri gagnvart DV. Afhverju öll þessi leyndarmál um aðbúnað lögreglu, lífverði ráðamanna og óeirðabúninga? Afhverju ekki bara að koma hreint fram til dyranna? Því þessir menn kunna það ekki og hafa aldrei gert.

Björn Bjarnason situr í Fílabeinsturninum sínum og skýtur úr taserbyssunni sinni.

Lígri (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:54"

 

http://hinnvitiborni.blog.is/blog/hinnvitiborni/entry/707681/

"Hinn viti borni maður? Kallaru þig virkilega hinn viti borni maður? Afhverju ekki bara „Blár í gegn."

 Þú talar um að ritstjórar DV eigi að segja af sér? Ekki Davíð, Geir eða Björn?

Hvernig stendur á því að ríkislögreglustjóri heldur því fram að enginn valdbeitingarhundur sé til og að hann hafi ekki gefið nein leyfi fyrir slíkri þjálfun. Kann Skolli, hundurinn sem dó árið 2006, bara valdbeitingu fyrir tilviljun?

Afhverju er fjöldi óeirðabúninga leyndarmál? Afhverju eru lífverðir ráðamanna leyndarmál? Afhverju öll þessi leyndarmál?

Svar: Það er leyndarmál.

Brjánn (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:51"

 

http://rynir.blog.is/blog/rynir/entry/707692/

"Vá hvað þú ert fyndinn maður - haltu áfram að blogga því allt sem þú skrifar er bara snilld. Hvað er númerið þitt? Þú ert svo flottur.

Bragi (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:46"

 

http://leifurh.blog.is/blog/leifurh/entry/707912/

"Voðalega ertu bitur Leifur minn.

Þetta snýst ekkert um það að DV sé málsvari glæpamanna, sé andsnúinn valdbeitingarhundum og rafbyssum. Þetta snýst einfaldlega um gegnsæi stjórnvalda. Afhverju að fela aðbúnað lögreglu? Hvað er verið að fela og afhverju?

Mér finnst það skrítið þegar ríkislögreglustjóri kvittar undir það að aldrei hafi verið gefið leyfi fyrir þjálfun valdbeitingarhunda en samt er Skolli (þó svo að hann hafi dáið 2006) þjálfaður sem slíkur. Ég set spurningarmerki við það.

Og 30 ára gamall brynvagn. Er ríkislögreglustjóri s.s. að segja að lögreglan var betur búinn fyrir 30 árum heldur en hún er nú?

Síðan skil ég ekki hvernig DV getur verið málsvari glæpamanna þegar blaðið hefur í gegnum tíðina flett ofan af slíkum mönnum eins og t.d. Annþóri handrukkara. Voru þeir málsvarar glæpamanna þá?

Hvernig væri nú að skoða málið frá öllum hliðum - ekki bara hlaupa til handa og fóta þegar þú sérð talað um DV.

Bergur (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:41"

 

Það verður þó að hrósa viðkomandi fyrir að vinna vinnuna sína þó málsstaðurinn sé vondur. Snöggur var hann einnig að verkinu sem og að vinna yfirvinnu, skömmu eftir miðnætti, eða hvað? Maður spyr sig...


... til að draga úr trúverðugleika fjölmiðilsins!

"Viðbrögð lögreglunnar einkennast af einbeittum vilja til að draga úr trúverðugleika fjölmiðilsins, á kostnað þess að upplýsa borgara um þau valdbeitingartól sem hún hyggst nota gegn þeim."

Þessi setning ein og sér er hreint stórkostleg. Þeir eru sannarlega spaugsamir þarna hjá DV.

Draga úr hvaða trúverðugleika? Það er enginn til staðar, hvernig er þá hægt að draga úr honum?

Það er a.m.k. gott að einhver telur blaðið búa yfir trúverðugleika. Verst að það virðist bara vera ritstjórn DV sem er á þeirri skoðun, eða hvað? Maður spyr sig...


mbl.is DV segir yfirlýsingar ríkislögreglustjóra villandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núna hundur genginn aftur í frétt hjá DV

Hvað sem menn segja, þá er ekki hægt að reita neinar skrautfjaðrir af DV né efast um áreiðanleika blaðsins.

Það eru einfaldlega engar fjaðrir eftir til að reita og áreiðanleikinn er við alkul.

Þetta ætti þó að vera velflestum alveg ljóst.

Nú er DV og rannsóknarblaðamennskan hjá þeim búin að upplýsa um valdbeitingarhund, sem virðist genginn aftur og sérsmíðaðan bryndreka, sem er hinn 27 ára gamli fornbíll.

Þá vaknar spurningin, hvað er eiginlega í gangi á ritstjórnarskrifstofu DV, hjá Reyni Traustasyni og félögum?

Hvað er sett út í kaffið hjá þeim?

Reynir Traustason, ritstjóri verður þó að telja húsbóndahollur og dyggur leigupenni. Þetta er samt eitthvað svo klént allt saman hjá blaðinu. Ég fæ a.m.k. kjánahroll í hvert skipti sem ég sé hverja stórundarlegu fyrirsögnina á fætur annarri þegar rek augun í DV á smásölustöðum.

Uppáhalds fyrirsögnin mín (af þeim sem hef séð) hlýtur samt að vera “Hefnd Davíðs” vegna yfirtökunnar á Glitni. Forsíðan var einnig stórskemmtileg að sama skapi.

Er raunverulegur tilgangur þessa blaðasnepils að reyna að efna til uppþots meðal almennings? Maður spyr sig...
mbl.is Dauður hundur og fornbíll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var þetta örugglega óviljaverk?

Efnislegt innihald bréfsins vekur óneitanlega margfalt meiri athygli, þ.e.a.s. þegar eitthvað lekur fyrir “mistök” með þessum aðdraganda. Þá hlýtur tilganginum að vera náð, eða hvað? Var þetta örugglega “óviljaverk”?

Höfum auk þess í huga að ef einhver reynir að stöðva birtingu fréttar með einhverjum hætti, þá gerir það fréttina mun áhugaverðari og gerir það svo til öruggt að hún verður birt.

Þessi gagnrýni á Valgerði hefur a.m.k. ekki farið framhjá neinum núna vegna þessa. Bréfið fer nú sem eldur í sinu um netheima þar sem þetta voru "mistök".

Hinsvegar veðsetur þetta á sama tíma væntanlega pólitískan trúverðugleika Bjarna Harðarsonar til framtíðar.

Leyfum honum kannski að njóta vafans, eða hvað? Maður spyr sig...


mbl.is Áframsendi gagnrýni á Valgerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlafulltrúi Seðlabanka Íslands?

Hvað sem mönnum finnst um Seðlabanka Íslands og íslensku krónuna hlyti það að vera skref í rétta átt ef öflugra "samskiptasvið" væri til staðar þar innanborðs. Þá væri e.t.v. hægt að koma með betri / traustari / leiðrétta upplýsingar í hinni oft þokukenndu daglegu umræðu. Á stundum virðist sem helsta heimild frétta séu hreinustu getgátur eða jafnvel orðrómur sem á tíðum reynist hreinlega ekki réttur, eðli málsins samkvæmt. Gæti þetta verið skynsamlegt? Maður spyr sig...
mbl.is Svíar sögðu nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Draumaríkisstjórnin"? - Listi...

Ég er að reyna að átta mig á stöðunni og hér er tilraun til þess.

Þetta er niðurstaðan eftir að hafa reynt að setja saman hugmynd að næstu ríkisstjórn (að teknu tilliti til mótmæla undanfarið, umfjöllun fjölmiðla o.s.frv.), sem ætti eflaust að vera "Draumaríkisstjórnin"?...

Helstu embætti:
Jón Baldvin Hannibalsson, forsætisráðherra
Þorvaldur Gylfason, fjármálaráðherra
Björn Ingi Hrafnsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra
Ástþór Magnússon, utanríkisráðherra
Jón Ásgeir Jóhannesson, dómsmálaráðherra
Þráinn Bertelsson, menntamálaráðherra
Sturla Jónsson, samgönguráðherra
Arnþrúður Karlsdóttir, félagsmálaráðherra
Snorri Ásmundsson, heilbrigðisráðherra
Ómar Ragnarsson, umhverfisráðherra

Athyglisvert var annars að sjá fánan, með bleika grísnum, dreginn að húni Alþingis...

Við þyrftum auðvitað forseta áfram... og sá er jafnframt sá eini sem myndi halda sínu embætti: Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands

Er þetta virkilega það sem allir myndu vilja? Maður spyr sig...
mbl.is Kjörumhverfi fyrir spillingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland á barmi borgarastyrjaldar ...?

Getur einhver verið svo vinsamleg/ur að segja mér, nákvæmlega með rökstuðningi, hverju er verið að mótmæla.

Hverjar eru helstu kröfurnar?

Það má kannski geta þess, að þegar erlendar fréttaveitur miðla þessu áfram, kann að líta svo út í hugum einhverra, sem Ísland sé á barmi borgarastyrjaldar. Það einmitt hjálpar okkur mjög mikið í viðkvæmum samningaviðræðum við erlenda aðila sem eiga sér stað núna... Hjálpar einnig við að bæta ímynd Íslands í hugum þeirra sem við eigum erlend viðskipti / samskipti við.

Styrkir samningastöðuna okkar gríðarlega frá öllum hliðum séð, eða hvað? Maður spyr sig...


mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband