Ísland á barmi borgarastyrjaldar ...?

Getur einhver verið svo vinsamleg/ur að segja mér, nákvæmlega með rökstuðningi, hverju er verið að mótmæla.

Hverjar eru helstu kröfurnar?

Það má kannski geta þess, að þegar erlendar fréttaveitur miðla þessu áfram, kann að líta svo út í hugum einhverra, sem Ísland sé á barmi borgarastyrjaldar. Það einmitt hjálpar okkur mjög mikið í viðkvæmum samningaviðræðum við erlenda aðila sem eiga sér stað núna... Hjálpar einnig við að bæta ímynd Íslands í hugum þeirra sem við eigum erlend viðskipti / samskipti við.

Styrkir samningastöðuna okkar gríðarlega frá öllum hliðum séð, eða hvað? Maður spyr sig...


mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Kröfurnar eru svosem ýmsar og ekki allir nákvæmlega sammála um hverja einustu. Skárra væri það nú. En ætli það mætti ekki súmmera þetta upp sirka í orðunum "Burt með ríkisstjórnina"?

Vésteinn Valgarðsson, 9.11.2008 kl. 02:22

2 identicon

Þú vilt auðvitað að við þeigjum, svo Sjálfstæðisflokkurinn nái að sleikja sárin í friði. Ég skil ekki hvernig þessi flokkur hefur farið að því að heilaþvo svo vel stóran hluta þjóðarinnar að honum er sama þó flokkurinn hafi með hagsmunapoti sínu, brennt ofan af fólki eiginr þess og atvinnu. Hvað þarf þessi flokkur að ganga langt í spillingu og sérhagsmunum til að þú segir ,,hingað og ekki lengra." Eða er undirlægjuhátturinn svo ríkur að þú segir frekar ,,já húsbóndi, lemdu mig aftur?"

Valsól (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 10:46

3 Smámynd: Rýnir

Sælir piltar,

og takk fyrir athugasemdirnar.

takk fyrir svarið Vésteinn. Hvers vegna nákvæmlega á öll ríkisstjórnin samt að víkja eins og háværustu kröfurnar virðast vera um? Er það vegna hruns bankanna, sem heyra undir viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra bankamála? Vegna aðgerðaleysis Fjármálaeftirlitsins, sem heyrir jafnframt undir viðskiptaráðherra? Átta mig ekki á því hvaða ábyrgð t.d. félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) og samgönguráðherra (Kristján L. Möller) bera á þessu öllu? Framkvæmdavaldinu er skipt milli ráðherra, ekki að ástæðulausu.

Höfum einnig í huga að á Íslandi ríkir í dag t.d. gjaldeyris- og efnahagskreppa. Ef það kæmi stjórnarkreppa ofan á allt saman, þá væri það einungis til þess að margfalda vandamálin sem fyrir eru og koma okkur í enn verri mál.

Valsól: Hvar kemur einhver lofsöngur um Sjálfstæðisflokkinn fram í færslunni og hvar er tekið fram að ekki eigi að mótmæla? Friðsamleg mótmæli (eins og því betur fer stærstur hlutinn stendur fyrir) og skrílslæti er ekki það sama.

Góðar kveðjur,

Rýnir, 9.11.2008 kl. 15:28

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Jóhanna Sigurðardóttir má sitja áfram mín vegna, en ríkisstjórnin sem slík ætti að víkja. Það er enginn að segja að hver einasta manneskja stjórnarflokkanna sé vanhæf, bara að stjórnin sé það sem slík.

Vésteinn Valgarðsson, 10.11.2008 kl. 01:50

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

...og annað: Það er pólitísk kreppa nú þegar, þótt stjórnin hangi á þrjóskunni.

Vésteinn Valgarðsson, 10.11.2008 kl. 01:50

6 Smámynd: Rýnir

Sælir Vésteinn,

og takk fyrir svörin.

Í hverju felst þessi pólitíska kreppa sem nú ríkir? Hvers vegna á ríkisstjórnin að víkja? Hvers vegna er hún vanhæf? Rökstuðning vinsamlegast, ekki fleiri fullyrðingar.

Er krafan um kosningar e.t.v. frekar byggð á flokkspólitískum hagsmunum t.d. flokka í stjórnarandstöðu, frekar en almannahagsmunum? Yrðum við eitthvað betur stödd ef stjórnmálamenn legðu nú niður störf og hæfu kosningabaráttu?

Er ekki frekar þörf á að menn og konur einbeiti sér að því að leysa þau verkefni sem við blasa?

Góðar kveðjur,

Rýnir, 11.11.2008 kl. 13:39

7 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Pólitíska kreppan felst m.a. í því að stjórnmálamenn treysta ekki hver öðrum og ríkisstjórnin hangir á bláþræði, en aðallega í því samt að hún -- ásamt mörgum öðrum valdastofnunum þjóðfélagsins -- er rúin trausti almennings. Það er jafnframt ástæðan fyrir því að hún ætti að víkja, og taka hina gemlingana með sér. Hún hefur margsýnt vanhæfni sína í hverju klúðrinu á fætur öðru undanfarnar vikur.

Ég er ekki í neinum stjórnmálaflokki og er ekki sérstakur baráttumaður fyrir neinn þeirra. Ég tilheyri hins vegar almenningi og er skattborgari í þessu landi og ef ég á að taka drápsklyfjar á herðarnar vil ég í það minnsta fá val um að samþykkja það fyrst.

Vésteinn Valgarðsson, 13.11.2008 kl. 16:48

8 Smámynd: Rýnir

Sælir Vésteinn,

takk fyrir svarið og til hamingju með afmælið (í fyrradag, skv. færslu á heimasíðunni þinni).

Ágætis punktur hjá þér með traustið en ég veit ekki hversu djúpstætt það vandamál er sérstaklega innan ríkisstjórnarinnar. Ég set þann fyrirvara, vegna þess hversu mikið hefur verið um allskonar sögusagnir um hitt og þetta í þjóðfélaginu sem á köflum hefur átt mjög lítinn fót fyrir sér í raunveruleikanum og virðist einungis runnið undan rifjum pólitískra spunameistara sem hafa þá hagsmuni helst að núverandi stjórn falli.

Einnig er ég mjög hræddur við að fara að ráðast í kosningar á sama tíma og það á eftir á að ganga frá mjög mikilvægum málum. Einnig er það mér til efs, hvort við yrðum einhverju betur sett ef stjórnmálamenn legðu nú niður störf og hæfu kosningabaráttu.

Stundum vilja menn blindast af einhverri flokkapólitík. Ég er samt alls ekkert viss um að önnur ríkisstjórn myndi reynast okkur neitt mikið betri í þessari erfiðu stöðu, þrátt fyrir að ég myndi gjarnan vilja það.

Hinsvegar er ég alveg sammála þér með skuldaklafana. Ég hef persónulega engan áhuga á því að greiða skuldir sem aðrir einkaaðilar hafa stofnað til.

Það mál á eftir leiða algerlega til lykta og ekki hægt að gefa sér neitt í þeim efnum fyrirfram.

Góðar kveðjur,

Rýnir, 14.11.2008 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband