Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Leigupennar Baugs/Jóns Ásgeirs á netinu?

Það skyldi þó ekki vera að "marco" og "Socrates", sem koma oft á tíðum með æði "sérstakar" athugasemdir á vefnum, sé einn og sami maðurinn? Ef svo er ekki, þá virðast þeir þó a.m.k. vera með sama umbjóðanda, eins og Jón Axel Ólafsson kemst að orði í athugasemdakerfinu, á sinni vefsíðu.

“Ég fagna frjálsri umræðu um málefni dagsins og hvet þig [Socrates] til að bregðast við í hvert skipti sem þú sér greinar hér sem snerta þig og umbjóðendur þina.

Jón Axel Ólafsson, 6.11.2008 kl. 20:10”

Socrates.  Meðan þú hefur hvorki kjark eða æru til að koma fram undir nafni, hef ég lítið við þig að ræða, en bendi á svar til þín frá HMV, sem tekið er af Eyjunni.  Það segir allt sem þarf að segja:

Eyjan.is - HMV
2. nóvember, 2008 - 20:42

Það þarf ekki að lesa skrif Sócratesar lengi til að átta sig á að þar er leigupenni Baugs/Jóns Ásgeirs á ferð. Fingraförin eru út um allt. Hann þekkir alla þætti málsins vel, er semsé betur inni í því en 99% þjóðarinnar - menn verða nú að vinna fyrir kaupinu sínu.
Hann kemur með löng og vel rökstudd innlegg til varnar Jóni Ásgeir og Baugi. Hann situr á vaktinni á góðu kaupi.

ekkert mælir á móti því að menn komi til varnar Baugi í þessari umræðu. En þetta er bara svo klaufalega áberandi keyptur penni. Ættir að prófa næst að vera ekki svona vandvirkur.

Nú spái ég því að nafn Sócratesar hætti hvað úr hverju að sjást til varnar JÁJ, því leigupennum finnst örugglega slæmt að láta afhjúpa sig. En hann kemur aftur, bara með annað dulnefndi. Má ég stinga upp á nokkrum? Hvað með Neró, Brútus, Júdas eða Caligula? Nú eða bara Marta krónprinsessa?

Jón Axel Ólafsson, 7.11.2008 kl. 11:30”


Dæmi nú hver fyrir sig... 

Þetta er a.m.k. mjög athyglisvert allt saman, er það ekki? Maður spyr sig...


Öfundsverðar langtímahorfur... Jæja Edda Rós, komið gott?

Held það væri best fyrir þessa annars örugglega ágætu konu að taka sér góða hvíld frá efnahagsumræðunni.

Ég hélt reyndar að greiningardeild Landsbankans (og starfsemi henni tengd) hefði verið lögð niður, samanber þessa frétt?

Held að textinn hér að neðan segi annars meira en margt annað:

"Öfundsverðar langtímahorfur - Hagspá 2008-2012
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar"

Þessi hagspá, "Öfundsverðar langtímahorfur 2008-2012" var kynnt kortéri fyrir hrun svo til alls bankakerfisins á Íslandi eins og það lagði sig.

Kannski er þessi yfirskrift að ofan, dæmigerð fyrir greiningardeildirnar eftir allt saman, eða hvað? Maður spyr sig...  


mbl.is Koma „krónulufsunni" í gang á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krísuhópur ríkisstjórnarinnar og Bjørn Richard frá Glitni...

Athyglisverð fréttin í Ríkissjónvarpinu áðan varðandi krísuhópinn og upplýsingagjöfina.

Hinsvegar fannst mér eitt sérstaklega athyglisvert og það var hvernig hægt var að komast hjá því að minnast á, að þessi eflaust ágæti maður með hernaðarmenntunina, Bjørn Richard Johansen var hjá samskiptasviði Glitnis allt fram að bankahruninu, eftir því sem ég best veit. 

Kannski er ég sá eini sem fannst þetta athyglisvert, eða hvað? Maður spyr sig...


Burt með léleg mótmæli!!!

Smá ábending, VR er á fyrstu hæð í húsinu til vinstri í byggingunni og því dálítið sérkennilegt að sjá gjallarhorninu og köllum mótmælenda sérstaklega beint að efri hæðum Hús verzlunarinnar en ekki að skrifstofum VR sem eru til vinstri á fyrstu hæð. Lágmark að kynna sér hvar félagið er staðsett! Það hlýtur að teljast harla árangurslaust að beina mótmælunum að tómu anddyri í húsinu og efri hæðum byggingarinnar, eða hvað?

Annars vísist í færsluna hér á undan að nafngreina einstaklinga rétt. Það verður að teljast lágmark svo tekið sé mikið mark á mótmælunum.

Annars tek ég að framansögðu að öðru leyti undir með piltinum í rauðu peysunni í myndbrotinu: "Burt með léleg mótmæli!!!". Það er lágmark að beina mótælunum að skrifstofum VR á fyrstu hæðinni og fara rétt með nafn formanns VR (sjá seinustu færslu). Er til of mikils ætlast? Maður spyr sig... 

P.s. Þóra Kristín fréttamaður: VR heitir ekki lengur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Heiti VR var breytt á aðalfundi í apríl 2006, semsagt fyrir meira en tveimur og hálfu ári síðan. Heitið er núna einfaldlega VR.


mbl.is Klanið burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju á Páll Gunnar Pálsson að víkja?

Án þess að vilja vera mjög leiðinlegur, þá er rétt að benda á það að Páll Gunnar Pálsson, sem er nafngreindur í fréttinni, er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Formaður VR heitir hinsvegar Gunnar Páll Pálsson.

Kannski er það bara ég en það er dálítið erfitt að taka menn mjög alvarlega ef helsta krafan er að rangt nafngreindur aðili verði látinn víkja? Kannski blaðamaðurinn hafi ekki tekið nafnið rétt niður... ?

Hvers vegna er annars svona mikið af stafsetningarvillum í fréttinni... hefur sennilegast verið unnin í mikilli flýti. Mjög líklega, þar sem fréttin er tímasett kl. 11:34 og mótmælin áttu að hefjast kl. 12:00. Maður spyr sig...


mbl.is Vilja stjórn VR burt
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Skífan á leiðinni í gjaldþrot?

Það er 50% afsláttur af öllum vörum í Skífunni sem verður að teljast dálítið sérstakt svona stuttu fyrir jólin og stuttu eftir Kringlukast... Það skyldi þó aldrei vera að Skífan væri á leiðinni í gjaldþrot... eins og aðrar verslanir Árdegis hafa verið að gera undanfarið, eins og Merlin og BT?

Af skifan.is:

"50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM!
Skífan rýmir fyrir nýjum vörum og því er 50% afsláttur af öllum vörum í verslunum Skífunnar á Laugavegi og í Kringlunni frá 4. nóvember til 6. nóvember.

Á föstudaginn munu Skífubúðirnar svo opna STÚTFULLAR af nýjum vörum.
Fylgstu með nýju upphafi Skífunnar.

Það stefnir í diskajól"

Er ég kannski sá eini sem á erfitt með því að trúa að búðin muni opna aftur á morgun, "stútfull af nýjum vörum", á sama tíma og mjög erfitt er að nálgast gjaldeyri til að flytja nokkrar vörur til landsins? Sjáum hvað setur...

Það skyldi þó ekki vera að Sena sem er sögð hafa keypt Skífuna og er í eigu 365 fari síðan í gjaldþrot eitthvað aðeins síðar?

Og síðan 365, svona stuttu eftir að helstu verðmætin, fjölmiðlar 365, voru seld úr félaginu?

Ef svo er, þá hlýtur skiptastjóri að rifta þeim kaupum, eða hvað?

Nema auðvitað félag ótengt Baugi, í eigu ... t.d. Hreins Loftssonar kaupi?

Það er ekki eins og hann eigi hlut í Baugi, fyrir utan að hafa lengst af starfað sem formaður stjórnar Baugs og núverandi stjórnarmaður.

Eins og haft var eftir Hreini sjálfum í þeirri frétt við kaupin á Birtingi "þetta eru raunveruleg viðskipti".

Maður hefur auðvitað engar ástæður til að efast um það, eða hvað? Maður spyr sig...


Lífeyrissjóður verzlunarmanna vildi kaupa Kaupþing strax eftir þrot...

Það vakti mikla athygli að lífeyrissjóðir, með Lífeyrissjóð verzlunarmanna í broddi fylkingar vildu kaupa Kaupþing svo til strax, nánast úr höndunum á skilanefnd FME.

Það skyldi þó ekki vera að einhver fleiri óheppileg mál kunni að koma upp úr krafsinu þegar bókhald Kaupþings verður skoðað og hefðu ekki komið upp, ef Kaupþing hefði verið selt strax?

Gunnar Páll Pálsson sat jú í stjórn Kaupþings fyrir hönd Lífeyrissjóð verzlunarmanna.

Gunnar Páll er formaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

Gunnar Páll er annars hinn mætasti maður og hefur unnið mjög gott starf í þágu VR. Efast stórlega um að hann hafi eitthvað að fela.

Þetta mál er hinsvegar allt mjög óheppilegt.

Vægast sagt.

Maður spyr sig...


mbl.is Ekki hægt að taka aðra ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð utanríkisráðherra vegna hagsmuna Íslands erlendis?

Fulltrúar Samfylkingarinnar hafa verið duglegir við að beina umræðunni í allt aðrar áttir en að þeim sjálfum. Virðist á köflum eins og flokkurinn sé annaðhvort ekki í ríkisstjórn eða í ríkisstjórn. Allt eftir því hvað hentar best. Flokknum hefur held ég tekist satt best að segja nokkuð vel upp í þessum efnum eins og sést e.t.v. best á niðurstöðum umræddrar könnunar. Margt annars sérstakt í þessum efnum.

Aftur á móti hef ég ekki séð mikið minnst á ábyrgð þeirra sem hafa farið með málefni Utanríkisráðuneytisins í allri þessari atburðarrás. Kannski einhver/jir geti frætt mig nánar um það?

Svo ég vitni í viðtal við Dr. Jón Daníelsson, dósent í fjármálum við London School of Economics sem birtist í Viðskiptablaðinu 31. október sl.: “… Hitt var svo eiginlega hálfu verra, þegar allt var komið í óefni, að þá var ekkert hugsað um almannatengslin heldur. Það er ekki eins og bresku þjóðirnar hati Íslendinga og þær hefðu vafalaust verið móttækilegar fyrir útskýringum þeirra. Það hefði undir eins átt að ráða bestu almannatengslastofu Bretlands og eins átti að senda einhverja málsmetandi menn, vel enskumælandi og með skilning á Bretlandi, til þess að kynna íslensk sjónarmið ytra, í sjónvarpi, við blaðamenn og svo framvegis. En það var ekkert gert og það voru seinni mistök íslenska ríkisins.”

Í lögum um utanríkisþjónustu Íslands, nr. 39, 16. apríl 1971 segir að utanríkisþjónustan fari með utanríkismál og gæti í hvívetna hagsmuna Íslands gagnvart öðrum ríkjum. Hún skal einkum gæta hagsmuna Íslands að því er snertir: stjórnmál og öryggismál, utanríkisviðskipti og menningarmál.

Það er búið að vera stórmerkilegt að fylgjast með þessari umræðu upp á síðkastið. Við erum í þeirri stöðu að ímynd og hagsmunir Íslands erlendis hafa sennilegast aldrei verið í verri málum en einmitt nú. Hvað hefur verið gert til að bæta úr þessum málum og hvernig gefur tekist til?

Hver ber helst ábyrgð á þessu? Það skyldi þó ekki vera að einhverju leyti ráðherra utanríkismála og ráðuneyti Samfylkingarinnar? Maður spyr sig…
mbl.is Samfylking með langmest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki hægt að stoppa Davíð og íslensku krónuna? Nú eyjaklasi í Indlandshafi....

... Þessi fyrirsögn á færslunni er bara eitthvað svo lýsandi fyrir umræðuna á köflum ... Maðurinn virðist vera bendlaður við allt hugsanlegt og óhugsanlegt, hér heima jafnt sem erlendis. Ég er reyndar dálítið hissa á því að enginn kenningarsmiðurinn var búinn að tengja hann við þessa frétt. Það hefði eflaust mátt kokka upp einhverja enn eina kenninguna. Það er nú ekki eins og það sé allt of mikið af þeim sem stendur...

Hef annars tekið saman hér á síðunni margt af þessu sem hefur verið í umræðunni upp á síðkastið varðandi manninn og "meinta" hluti af hans hálfu. Vinsamlegast smelltu hér til að sjá yfirferðina: http://rynir.blog.is/blog/rynir/ 

Ef þú telur að rök standist ekki, þá vinsamlegast komdu því á framfæri.
mbl.is IMF til hjálpar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með bankaráð Seðlabankans Helgi? Á það að sitja áfram?

Það er verið að ræða tjón Seðlabankans vegna "gáleysislegra" veðheimilda sem hann veitti í endurhverfum viðskiptum, með rýmkun veðheimilda. Bankinn er gagnrýndur harkalega fyrir það núna í fjölmiðlum og krafist afsagnar bankastjórnar. Hefði Seðlabankinn ekki víkkað veðheimildir hefði hann örugglega án alls efa einnig verið gagnrýndur harkalega þar sem viðkomandi bankastofnanir hefðu þá eflaust farið á hausinn strax vegna lausafjárskorts. Þá hefði einnig verið krafist þess að bankastjórnin segði af sér. Seðlabankinn hefur ennfremur verið gagnrýndur harkalega fyrir að vera ekki nægjanlega sveigjanlegur í sambandi við fyrirgreiðslu við bankana, svo dæmi sé t.d. tekið í sambandi við yfirtökuna á Glitni. Nú er verið að hamra á því að Seðlabankinn hafi verið svo til of sveigjanlegur í lánveitingum sínum? Verða þetta ekki að teljast örlitlar þverstæður? Það hlýtur annars að teljast vandlifað í þessum heimi eða hvað? Maður spyr sig...

Eitt að lokum. Hvers vegna segir Helgi Hjörvar ekki að bankaráðið eigi að víkja? Þar sitja fulltrúar Samfylkingarinnar. Hinn eflaust ágæti maður, Jón Sigurðsson er formaður Fjármálaeftirlitsins og hlýtur þar með að bera töluverða ábyrgð á stöðunni í dag, myndi maður ætla. Umræddur Jón er einnig varaformaður bankaráðs Seðlabankans og hlýtur sem slíkur að bera ábyrgð á stefnu bankans. Eins og segir á vef Seðlabankans: "Bankastjórn hefur náið samráð við bankaráð um stefnumörkun og ákvarðanir í mikilvægum málum.". Af því hlýtur að mega álykta sem svo að bankaráðið beri einnig ábyrgð á ákvörðunum bankastjórnar Seðlabankans. Ef menn innan bankaráðsins telja að um mistök hafi átt sér stað, þá hljóta þeir hinir sömu, eins og títtnefndur Jón Sigurðsson að segja af sér. Svo einfalt er það og fordæmi fyrir því af hálfu Samfylkingarinnar. Hann hlýtur þá að, sem fulltrúi Samfylkingarinnar að segja af sér með góðu fordæmi. Er það ekki nokkuð rökrétt annars? Hvers vegna situr fulltrúi Samfylkingarinnar, varaformaður stjórnarinnar enn? Verður ekki að svara því fyrst? Er þetta nokkuð tvískinnungur? Maður spyr sig...?

Hvernig er það - er Samfylkingin komin í stjórnarandstöðu, manni finnst það dálítið á köflum. Kannski hún sé bara að undirbúa sig ... ?

Hvar er annars Jón Sigurðsson fulltrúi Samfylkingarinnar sem bæði situr sem formaður Fjármálaeftirlitsins og varaformaður Seðlabankans? Ég hef ekkert heyrt frá honum um þetta allt saman?

Annars virðist búið að vera ansi mikið af fremur innihaldslausum yfirlýsingum upp á síðkastið, hef tekið nokkuð af því saman hér: http://rynir.blog.is/


mbl.is Seðlabankinn í mínus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband