Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

"Draumaríkisstjórnin"? - Listi...

Ég er að reyna að átta mig á stöðunni og hér er tilraun til þess.

Þetta er niðurstaðan eftir að hafa reynt að setja saman hugmynd að næstu ríkisstjórn (að teknu tilliti til mótmæla undanfarið, umfjöllun fjölmiðla o.s.frv.), sem ætti eflaust að vera "Draumaríkisstjórnin"?...

Helstu embætti:
Jón Baldvin Hannibalsson, forsætisráðherra
Þorvaldur Gylfason, fjármálaráðherra
Björn Ingi Hrafnsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra
Ástþór Magnússon, utanríkisráðherra
Jón Ásgeir Jóhannesson, dómsmálaráðherra
Þráinn Bertelsson, menntamálaráðherra
Sturla Jónsson, samgönguráðherra
Arnþrúður Karlsdóttir, félagsmálaráðherra
Snorri Ásmundsson, heilbrigðisráðherra
Ómar Ragnarsson, umhverfisráðherra

Athyglisvert var annars að sjá fánan, með bleika grísnum, dreginn að húni Alþingis...

Við þyrftum auðvitað forseta áfram... og sá er jafnframt sá eini sem myndi halda sínu embætti: Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands

Er þetta virkilega það sem allir myndu vilja? Maður spyr sig...
mbl.is Kjörumhverfi fyrir spillingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland á barmi borgarastyrjaldar ...?

Getur einhver verið svo vinsamleg/ur að segja mér, nákvæmlega með rökstuðningi, hverju er verið að mótmæla.

Hverjar eru helstu kröfurnar?

Það má kannski geta þess, að þegar erlendar fréttaveitur miðla þessu áfram, kann að líta svo út í hugum einhverra, sem Ísland sé á barmi borgarastyrjaldar. Það einmitt hjálpar okkur mjög mikið í viðkvæmum samningaviðræðum við erlenda aðila sem eiga sér stað núna... Hjálpar einnig við að bæta ímynd Íslands í hugum þeirra sem við eigum erlend viðskipti / samskipti við.

Styrkir samningastöðuna okkar gríðarlega frá öllum hliðum séð, eða hvað? Maður spyr sig...


mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leigupennar Baugs/Jóns Ásgeirs á netinu?

Það skyldi þó ekki vera að "marco" og "Socrates", sem koma oft á tíðum með æði "sérstakar" athugasemdir á vefnum, sé einn og sami maðurinn? Ef svo er ekki, þá virðast þeir þó a.m.k. vera með sama umbjóðanda, eins og Jón Axel Ólafsson kemst að orði í athugasemdakerfinu, á sinni vefsíðu.

“Ég fagna frjálsri umræðu um málefni dagsins og hvet þig [Socrates] til að bregðast við í hvert skipti sem þú sér greinar hér sem snerta þig og umbjóðendur þina.

Jón Axel Ólafsson, 6.11.2008 kl. 20:10”

Socrates.  Meðan þú hefur hvorki kjark eða æru til að koma fram undir nafni, hef ég lítið við þig að ræða, en bendi á svar til þín frá HMV, sem tekið er af Eyjunni.  Það segir allt sem þarf að segja:

Eyjan.is - HMV
2. nóvember, 2008 - 20:42

Það þarf ekki að lesa skrif Sócratesar lengi til að átta sig á að þar er leigupenni Baugs/Jóns Ásgeirs á ferð. Fingraförin eru út um allt. Hann þekkir alla þætti málsins vel, er semsé betur inni í því en 99% þjóðarinnar - menn verða nú að vinna fyrir kaupinu sínu.
Hann kemur með löng og vel rökstudd innlegg til varnar Jóni Ásgeir og Baugi. Hann situr á vaktinni á góðu kaupi.

ekkert mælir á móti því að menn komi til varnar Baugi í þessari umræðu. En þetta er bara svo klaufalega áberandi keyptur penni. Ættir að prófa næst að vera ekki svona vandvirkur.

Nú spái ég því að nafn Sócratesar hætti hvað úr hverju að sjást til varnar JÁJ, því leigupennum finnst örugglega slæmt að láta afhjúpa sig. En hann kemur aftur, bara með annað dulnefndi. Má ég stinga upp á nokkrum? Hvað með Neró, Brútus, Júdas eða Caligula? Nú eða bara Marta krónprinsessa?

Jón Axel Ólafsson, 7.11.2008 kl. 11:30”


Dæmi nú hver fyrir sig... 

Þetta er a.m.k. mjög athyglisvert allt saman, er það ekki? Maður spyr sig...


Öfundsverðar langtímahorfur... Jæja Edda Rós, komið gott?

Held það væri best fyrir þessa annars örugglega ágætu konu að taka sér góða hvíld frá efnahagsumræðunni.

Ég hélt reyndar að greiningardeild Landsbankans (og starfsemi henni tengd) hefði verið lögð niður, samanber þessa frétt?

Held að textinn hér að neðan segi annars meira en margt annað:

"Öfundsverðar langtímahorfur - Hagspá 2008-2012
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar"

Þessi hagspá, "Öfundsverðar langtímahorfur 2008-2012" var kynnt kortéri fyrir hrun svo til alls bankakerfisins á Íslandi eins og það lagði sig.

Kannski er þessi yfirskrift að ofan, dæmigerð fyrir greiningardeildirnar eftir allt saman, eða hvað? Maður spyr sig...  


mbl.is Koma „krónulufsunni" í gang á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krísuhópur ríkisstjórnarinnar og Bjørn Richard frá Glitni...

Athyglisverð fréttin í Ríkissjónvarpinu áðan varðandi krísuhópinn og upplýsingagjöfina.

Hinsvegar fannst mér eitt sérstaklega athyglisvert og það var hvernig hægt var að komast hjá því að minnast á, að þessi eflaust ágæti maður með hernaðarmenntunina, Bjørn Richard Johansen var hjá samskiptasviði Glitnis allt fram að bankahruninu, eftir því sem ég best veit. 

Kannski er ég sá eini sem fannst þetta athyglisvert, eða hvað? Maður spyr sig...


Burt með léleg mótmæli!!!

Smá ábending, VR er á fyrstu hæð í húsinu til vinstri í byggingunni og því dálítið sérkennilegt að sjá gjallarhorninu og köllum mótmælenda sérstaklega beint að efri hæðum Hús verzlunarinnar en ekki að skrifstofum VR sem eru til vinstri á fyrstu hæð. Lágmark að kynna sér hvar félagið er staðsett! Það hlýtur að teljast harla árangurslaust að beina mótmælunum að tómu anddyri í húsinu og efri hæðum byggingarinnar, eða hvað?

Annars vísist í færsluna hér á undan að nafngreina einstaklinga rétt. Það verður að teljast lágmark svo tekið sé mikið mark á mótmælunum.

Annars tek ég að framansögðu að öðru leyti undir með piltinum í rauðu peysunni í myndbrotinu: "Burt með léleg mótmæli!!!". Það er lágmark að beina mótælunum að skrifstofum VR á fyrstu hæðinni og fara rétt með nafn formanns VR (sjá seinustu færslu). Er til of mikils ætlast? Maður spyr sig... 

P.s. Þóra Kristín fréttamaður: VR heitir ekki lengur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Heiti VR var breytt á aðalfundi í apríl 2006, semsagt fyrir meira en tveimur og hálfu ári síðan. Heitið er núna einfaldlega VR.


mbl.is Klanið burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju á Páll Gunnar Pálsson að víkja?

Án þess að vilja vera mjög leiðinlegur, þá er rétt að benda á það að Páll Gunnar Pálsson, sem er nafngreindur í fréttinni, er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Formaður VR heitir hinsvegar Gunnar Páll Pálsson.

Kannski er það bara ég en það er dálítið erfitt að taka menn mjög alvarlega ef helsta krafan er að rangt nafngreindur aðili verði látinn víkja? Kannski blaðamaðurinn hafi ekki tekið nafnið rétt niður... ?

Hvers vegna er annars svona mikið af stafsetningarvillum í fréttinni... hefur sennilegast verið unnin í mikilli flýti. Mjög líklega, þar sem fréttin er tímasett kl. 11:34 og mótmælin áttu að hefjast kl. 12:00. Maður spyr sig...


mbl.is Vilja stjórn VR burt
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Skífan á leiðinni í gjaldþrot?

Það er 50% afsláttur af öllum vörum í Skífunni sem verður að teljast dálítið sérstakt svona stuttu fyrir jólin og stuttu eftir Kringlukast... Það skyldi þó aldrei vera að Skífan væri á leiðinni í gjaldþrot... eins og aðrar verslanir Árdegis hafa verið að gera undanfarið, eins og Merlin og BT?

Af skifan.is:

"50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM!
Skífan rýmir fyrir nýjum vörum og því er 50% afsláttur af öllum vörum í verslunum Skífunnar á Laugavegi og í Kringlunni frá 4. nóvember til 6. nóvember.

Á föstudaginn munu Skífubúðirnar svo opna STÚTFULLAR af nýjum vörum.
Fylgstu með nýju upphafi Skífunnar.

Það stefnir í diskajól"

Er ég kannski sá eini sem á erfitt með því að trúa að búðin muni opna aftur á morgun, "stútfull af nýjum vörum", á sama tíma og mjög erfitt er að nálgast gjaldeyri til að flytja nokkrar vörur til landsins? Sjáum hvað setur...

Það skyldi þó ekki vera að Sena sem er sögð hafa keypt Skífuna og er í eigu 365 fari síðan í gjaldþrot eitthvað aðeins síðar?

Og síðan 365, svona stuttu eftir að helstu verðmætin, fjölmiðlar 365, voru seld úr félaginu?

Ef svo er, þá hlýtur skiptastjóri að rifta þeim kaupum, eða hvað?

Nema auðvitað félag ótengt Baugi, í eigu ... t.d. Hreins Loftssonar kaupi?

Það er ekki eins og hann eigi hlut í Baugi, fyrir utan að hafa lengst af starfað sem formaður stjórnar Baugs og núverandi stjórnarmaður.

Eins og haft var eftir Hreini sjálfum í þeirri frétt við kaupin á Birtingi "þetta eru raunveruleg viðskipti".

Maður hefur auðvitað engar ástæður til að efast um það, eða hvað? Maður spyr sig...


Lífeyrissjóður verzlunarmanna vildi kaupa Kaupþing strax eftir þrot...

Það vakti mikla athygli að lífeyrissjóðir, með Lífeyrissjóð verzlunarmanna í broddi fylkingar vildu kaupa Kaupþing svo til strax, nánast úr höndunum á skilanefnd FME.

Það skyldi þó ekki vera að einhver fleiri óheppileg mál kunni að koma upp úr krafsinu þegar bókhald Kaupþings verður skoðað og hefðu ekki komið upp, ef Kaupþing hefði verið selt strax?

Gunnar Páll Pálsson sat jú í stjórn Kaupþings fyrir hönd Lífeyrissjóð verzlunarmanna.

Gunnar Páll er formaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

Gunnar Páll er annars hinn mætasti maður og hefur unnið mjög gott starf í þágu VR. Efast stórlega um að hann hafi eitthvað að fela.

Þetta mál er hinsvegar allt mjög óheppilegt.

Vægast sagt.

Maður spyr sig...


mbl.is Ekki hægt að taka aðra ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leppur ehf.?

Það skyldi þó aldrei vera að nafnið á kaupandanum verði "Leppur", eða hvað? Maður spyr sig...
mbl.is Birtíngur rýfur Baugstengslin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband