Leigupennar Baugs/Jóns Ásgeirs á netinu?

Það skyldi þó ekki vera að "marco" og "Socrates", sem koma oft á tíðum með æði "sérstakar" athugasemdir á vefnum, sé einn og sami maðurinn? Ef svo er ekki, þá virðast þeir þó a.m.k. vera með sama umbjóðanda, eins og Jón Axel Ólafsson kemst að orði í athugasemdakerfinu, á sinni vefsíðu.

“Ég fagna frjálsri umræðu um málefni dagsins og hvet þig [Socrates] til að bregðast við í hvert skipti sem þú sér greinar hér sem snerta þig og umbjóðendur þina.

Jón Axel Ólafsson, 6.11.2008 kl. 20:10”

Socrates.  Meðan þú hefur hvorki kjark eða æru til að koma fram undir nafni, hef ég lítið við þig að ræða, en bendi á svar til þín frá HMV, sem tekið er af Eyjunni.  Það segir allt sem þarf að segja:

Eyjan.is - HMV
2. nóvember, 2008 - 20:42

Það þarf ekki að lesa skrif Sócratesar lengi til að átta sig á að þar er leigupenni Baugs/Jóns Ásgeirs á ferð. Fingraförin eru út um allt. Hann þekkir alla þætti málsins vel, er semsé betur inni í því en 99% þjóðarinnar - menn verða nú að vinna fyrir kaupinu sínu.
Hann kemur með löng og vel rökstudd innlegg til varnar Jóni Ásgeir og Baugi. Hann situr á vaktinni á góðu kaupi.

ekkert mælir á móti því að menn komi til varnar Baugi í þessari umræðu. En þetta er bara svo klaufalega áberandi keyptur penni. Ættir að prófa næst að vera ekki svona vandvirkur.

Nú spái ég því að nafn Sócratesar hætti hvað úr hverju að sjást til varnar JÁJ, því leigupennum finnst örugglega slæmt að láta afhjúpa sig. En hann kemur aftur, bara með annað dulnefndi. Má ég stinga upp á nokkrum? Hvað með Neró, Brútus, Júdas eða Caligula? Nú eða bara Marta krónprinsessa?

Jón Axel Ólafsson, 7.11.2008 kl. 11:30”


Dæmi nú hver fyrir sig... 

Þetta er a.m.k. mjög athyglisvert allt saman, er það ekki? Maður spyr sig...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er engin spurning þetta eru leigupennar Baugsveldis að mínu áliti. Enda hver er að eignast alla fjölmiðla. Vona að það fari að koma að því AÐ ÞAÐ VERÐI EKKERT BAUGSVELDI LENGUR. Mundu hvað völva vikunnar sagði. Þotan ´fer sennilega á brunaútsölu ásamt snekkjuræflinum

Guðrún (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband