Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Aumkunarvert yfirklór DV á Moggablogginu?
Það er skemmst frá því að segja að við hverja bloggfærslu þar sem eitthvað neikvætt var skrifað um DV vegna fréttarinnar http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/11/dv_segir_yfirlysingar_rikislogreglustjora_villandi/ komu fram athugasemdir til að reyna að verja hinn ömurlega málstað DV.
Þó er tilviljunin nú ekki meiri en svo að allar þessar athugasemdir voru settar inn á skömmu tímabili eftir miðnætti, undir mismunandi nöfnum og snérust efnislega allar um það sama þar sem byrjað var að því að vega að persónu eiganda vefsíðunnar. Skemmtileg tilviljun með IP-töluna líka... Var nokkuð verið að reyna að villa á sér heimildir til að auka hinn rýra trúverðugleika?
Dæmi nú hver fyrir sig hvort hugsanlega gæti nú verið að sami aðili hafi verið að reyna að villa á sér heimildir og e.t.v. starfsmaður DV ...
Fyrir aðra áhugasama þá er IP-tala viðkomandi: 85.220.73.107.
Athugasemdirnar voru annars:
http://zumann.blog.is/blog/zumann/entry/707569/
"Veistu að ég held að þú gangir ekki heill til skógar Guðmundur Jónas Kristjánsson. Gerði DV þér eitthvað? Skrifuðu þeir einhvern tímann um þig? Þú ert svo blindaður hatri í garð DV að það er ekki hægt að trúa einu einasta orði sem birtist eftir þig hérna á vefnum.
Afhverju er allt svona mikið leyndarmál hjá lögreglunni? Afhverju er ekki hægt að koma hreint fram til dyranna og svara auðveldum spurningum? Afhverju þarf allt að vera svona leynilegt í svona litlu landi þar sem flestir þekkja flesta?
En Guðmundur Jónas - þú ert án efa ein allra mesta málpípa Sjálfstæðisflokksins sem ég hef nokkurn tímann rekist á hér á spjallinu. Hvað er að ESB? Ert þú kannski í toppmálum í dag með þína peninga og verðtryggðu lán? Þjóðin er það ekki.
Geir Friðrik (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:58"
http://dollih.blog.is/blog/dollih/entry/707605/
"Dolli minn þú hlýtur bara að vera blindaður af hatri gagnvart DV. Afhverju öll þessi leyndarmál um aðbúnað lögreglu, lífverði ráðamanna og óeirðabúninga? Afhverju ekki bara að koma hreint fram til dyranna? Því þessir menn kunna það ekki og hafa aldrei gert.
Björn Bjarnason situr í Fílabeinsturninum sínum og skýtur úr taserbyssunni sinni.
Lígri (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:54"
http://hinnvitiborni.blog.is/blog/hinnvitiborni/entry/707681/
"Hinn viti borni maður? Kallaru þig virkilega hinn viti borni maður? Afhverju ekki bara Blár í gegn."
Þú talar um að ritstjórar DV eigi að segja af sér? Ekki Davíð, Geir eða Björn?
Hvernig stendur á því að ríkislögreglustjóri heldur því fram að enginn valdbeitingarhundur sé til og að hann hafi ekki gefið nein leyfi fyrir slíkri þjálfun. Kann Skolli, hundurinn sem dó árið 2006, bara valdbeitingu fyrir tilviljun?
Afhverju er fjöldi óeirðabúninga leyndarmál? Afhverju eru lífverðir ráðamanna leyndarmál? Afhverju öll þessi leyndarmál?
Svar: Það er leyndarmál.
Brjánn (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:51"
http://rynir.blog.is/blog/rynir/entry/707692/
"Vá hvað þú ert fyndinn maður - haltu áfram að blogga því allt sem þú skrifar er bara snilld. Hvað er númerið þitt? Þú ert svo flottur.
Bragi (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:46"
http://leifurh.blog.is/blog/leifurh/entry/707912/
"Voðalega ertu bitur Leifur minn.
Þetta snýst ekkert um það að DV sé málsvari glæpamanna, sé andsnúinn valdbeitingarhundum og rafbyssum. Þetta snýst einfaldlega um gegnsæi stjórnvalda. Afhverju að fela aðbúnað lögreglu? Hvað er verið að fela og afhverju?
Mér finnst það skrítið þegar ríkislögreglustjóri kvittar undir það að aldrei hafi verið gefið leyfi fyrir þjálfun valdbeitingarhunda en samt er Skolli (þó svo að hann hafi dáið 2006) þjálfaður sem slíkur. Ég set spurningarmerki við það.
Og 30 ára gamall brynvagn. Er ríkislögreglustjóri s.s. að segja að lögreglan var betur búinn fyrir 30 árum heldur en hún er nú?
Síðan skil ég ekki hvernig DV getur verið málsvari glæpamanna þegar blaðið hefur í gegnum tíðina flett ofan af slíkum mönnum eins og t.d. Annþóri handrukkara. Voru þeir málsvarar glæpamanna þá?
Hvernig væri nú að skoða málið frá öllum hliðum - ekki bara hlaupa til handa og fóta þegar þú sérð talað um DV.
Bergur (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:41"
Það verður þó að hrósa viðkomandi fyrir að vinna vinnuna sína þó málsstaðurinn sé vondur. Snöggur var hann einnig að verkinu sem og að vinna yfirvinnu, skömmu eftir miðnætti, eða hvað? Maður spyr sig...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:25 | Facebook
Athugasemdir
Hann er semsagt nafnlaus eins og þú?
Sigurður (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 10:23
Sælir,
voða hlægilegur útúrsnúningur út frá efni færslunnar. Eins og þú sérð mæta vel, ef lest færsluna er nafnleyndin sem slík ekki aðalatriðið. Ágætis tilraun hjá þér þó til að snúa út úr.
Til upprifjunar: "Þó er tilviljunin nú ekki meiri en svo að allar þessar athugasemdir voru settar inn á skömmu tímabili eftir miðnætti, undir mismunandi nöfnum og snérust efnislega allar um það sama þar sem byrjað var að því að vega að persónu eiganda vefsíðunnar. Skemmtileg tilviljun með IP-töluna líka... Var nokkuð verið að reyna að villa á sér heimildir til að auka hinn rýra trúverðugleika?"
Það skyldi þó ekki vera að þú sért enn að verja það sama og í nótt, eins og ýmis "fingraför" virðast benda til undir mismunandi nöfnum þó?
Góðar kveðjur,
Rýnir, 12.11.2008 kl. 15:32
Já vegir Baugsskólpveitunnar eru órannsakanlegir. Hvort sem er á miðlum í eigu Jóns Ásgeirs, eða þeim sem eru í "falinni" eign hans leppuðum af bestu vinum eins og Hreini Loftssyni með DV (sem sá ástæðu til að taka skýrt fram þegar hann þóttist hafa keypt útgáfuna að um "ALVÖRU" viðskipti væri að ræða ), og Guðmundi Hjartarsyni sem er skráður fyrir endaþarmi Baugslygaveitunnar.
Að það skuli ennþá finnast einhverjir sem þykjast ekki sjá hlutdrægni og grímuleysi Baugsruslveitunnar í hyglun eiganda síns Jóni Ásgeiri og hans fylgihnöttum. DV og Málefnin.com eru þar á meðal. Þeir sem fylgjast td. eitthvað með skrifum Baugsstarfsmanna á Málefnin.com hafa ekki komist hjá því að í þessari orrahríð hefur farið fram markviss hreinsun á hægrimönnum sem hafa reynt að svara útsendurum Jóns Ásgeirs, sem ennþá reyna að ata þá aur sem þeir telja að hafað lagt sig fram við að upplýsa myrkraverk og blekkingarvef vinnuveitandans.
Fremstur fer meðal jafningja einhver sem kallar sig rimryts, sem ma. hefur sér til frægðar unnið að hafað ítrekað fullyrt að Davíð Oddsson eigi að vera langt leiddur fíkniefnaneytandi. Sami mun vera einn af innstu koppum í búri spunadeildar Jóns Ásgeirs og félaga og “blaðamaður” Baugsmiðils .
Óþverraskapur Baugsmafíunnar á sér engin takmörk.
joð (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.