Núna hundur genginn aftur í frétt hjá DV

Hvað sem menn segja, þá er ekki hægt að reita neinar skrautfjaðrir af DV né efast um áreiðanleika blaðsins.

Það eru einfaldlega engar fjaðrir eftir til að reita og áreiðanleikinn er við alkul.

Þetta ætti þó að vera velflestum alveg ljóst.

Nú er DV og rannsóknarblaðamennskan hjá þeim búin að upplýsa um valdbeitingarhund, sem virðist genginn aftur og sérsmíðaðan bryndreka, sem er hinn 27 ára gamli fornbíll.

Þá vaknar spurningin, hvað er eiginlega í gangi á ritstjórnarskrifstofu DV, hjá Reyni Traustasyni og félögum?

Hvað er sett út í kaffið hjá þeim?

Reynir Traustason, ritstjóri verður þó að telja húsbóndahollur og dyggur leigupenni. Þetta er samt eitthvað svo klént allt saman hjá blaðinu. Ég fæ a.m.k. kjánahroll í hvert skipti sem ég sé hverja stórundarlegu fyrirsögnina á fætur annarri þegar rek augun í DV á smásölustöðum.

Uppáhalds fyrirsögnin mín (af þeim sem hef séð) hlýtur samt að vera “Hefnd Davíðs” vegna yfirtökunnar á Glitni. Forsíðan var einnig stórskemmtileg að sama skapi.

Er raunverulegur tilgangur þessa blaðasnepils að reyna að efna til uppþots meðal almennings? Maður spyr sig...
mbl.is Dauður hundur og fornbíll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband