"Draumaríkisstjórnin"? - Listi...

Ég er að reyna að átta mig á stöðunni og hér er tilraun til þess.

Þetta er niðurstaðan eftir að hafa reynt að setja saman hugmynd að næstu ríkisstjórn (að teknu tilliti til mótmæla undanfarið, umfjöllun fjölmiðla o.s.frv.), sem ætti eflaust að vera "Draumaríkisstjórnin"?...

Helstu embætti:
Jón Baldvin Hannibalsson, forsætisráðherra
Þorvaldur Gylfason, fjármálaráðherra
Björn Ingi Hrafnsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra
Ástþór Magnússon, utanríkisráðherra
Jón Ásgeir Jóhannesson, dómsmálaráðherra
Þráinn Bertelsson, menntamálaráðherra
Sturla Jónsson, samgönguráðherra
Arnþrúður Karlsdóttir, félagsmálaráðherra
Snorri Ásmundsson, heilbrigðisráðherra
Ómar Ragnarsson, umhverfisráðherra

Athyglisvert var annars að sjá fánan, með bleika grísnum, dreginn að húni Alþingis...

Við þyrftum auðvitað forseta áfram... og sá er jafnframt sá eini sem myndi halda sínu embætti: Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands

Er þetta virkilega það sem allir myndu vilja? Maður spyr sig...
mbl.is Kjörumhverfi fyrir spillingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Jemin þetta er alveg kórrétt hjá þér Nu fer ég að pakka saman

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.11.2008 kl. 01:38

2 identicon

Ertu að leggja menn eins og Þorvald Gylfason að jöfnu við menn eins og Sturlu Jónsson og Ástþór Magnússon? Ef svo er þá ertu nú að gera frekar lítið úr Þorvaldi, manninum sem varaði við þessum skandal sem nú er í gangi, skandal sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur búið til. Það er sorglegt að  menn séu svo heilaþvegnir af persónudýrkun á Davíð Oddssyni að þeir sjái ekki hvaðan vandinn er kominn. Ég kaus einu sinni Sjálfstæðisflokkinn, gekk um með merki flokksins utan á mér, síðan áttaði ég mig á þeirri staðreynd að flokkurinn var ekki lengur flokkur sem praktiseraði stétt með stétt heldur sérhagsmuni og spillingu. Það er eins og það sé einhvers konar hroki sem er í fólki og að menn haldi sig meiri menn af því að kjósa upp fyrir sig, kjósa snobbið og yfirelítuna  Sorglegt. Rétt væri að leysa Sjálfstæðisflokkinn upp með völdum vegna spillingar, þessi flokkur hefur tekið sína hagsmuni fram yfir hagsmuni þjóðarinnar, þetta vita allir sem vilja vita, svo ég noti nú orð Davíðs sjálfs.

Valsól (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 08:12

3 Smámynd: Rýnir

Sælir piltar,

og takk fyrir athugasemdirnar.

Jón Aðalsteinn: Mig grunar að þú sért ekki sá eini. Reyndar grunar mig að sala á ferðatöskum og gámum muni aukast stórkostlega.

Valsól: Hvað hefur þú á móti Ástþóri Magnússyni? Hann er búinn að vara við t.d. stríði og vopnasölu í langan tíma og enginn hlustað? Hvers vegna nafngreinir þú einnig Sturlu Jónsson sérstaklega? Hann mótmælti ásamt félögum sínum því óréttlæti sem þeir töldu sig beitta. Að hans mati var ekkert hlustað á þá og í dag segir hann þá félaga alla gjaldþrota.

Hvers vegna gerir þú lítið úr þessum mönnum sem hafa varað við hverjum skandalnum á fætur öðrum í langan tíma og enginn virðist hafa hlustað á?

Hvers vegna kemur annars Sjálfstæðisflokkurinn fyrir í báðum athugasemdunum frá þér. Hvorugar færslurnar tengdust þeim flokki neitt?

Góðar kveðjur,

Rýnir, 9.11.2008 kl. 15:38

4 identicon

Ég held nú að flestir málsmetandi menn í fjármálaheiminum/akademíu hafi ekki mikið álit á Þorvaldi Gylfasyni, Ólafi Ísleifssyni og Gylfa Magnússyni.  Þetta eru menn sem segjast hafa varað við þessu í lengri tíma og blablabla.  Ef þeir voru svona rosalega klárir, af hverju skortseldu þeir ekki bankana og græddu hrúgur af peningum?

Blahh (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband