Er Jón Baldvin að reyna kljúfa Samfylkinguna?

Ég verð að játa það að ég er ekki alveg að skilja hvað Jón Baldvin er að fara með þessum mótmælum. Þetta hlýtur að vera hluti af stærra púsluspili sem á kannski eftir að koma betur í ljós. Það virðast a.m.k. skjóta upp í kollinum allmargar þversagnir í þessum mótmælum. Fyrir það fyrsta, hinn eflaust ágæti maður, Jón Sigurðsson er formaður FME og hlýtur þar með að bera töluverða ábyrgð á stöðunni í dag, myndi maður ætla. Umræddur Jón er einnig varaformaður bankaráðs Seðlabankans og hlýtur sem slíkur að bera ábyrgð á stefnu bankans. Eins og segir á vef Seðlabankans: "Bankastjórn hefur náið samráð við bankaráð um stefnumörkun og ákvarðanir í mikilvægum málum.". Af því hlýtur að mega álykta sem svo að bankaráðið beri einnig ábyrgð á ákvörðunum bankastjórnar Seðlabankans. Ef menn innan bankaráðsins telja að um mistök hafi átt sér stað, þá hljóta þeir hinir sömu, eins og títtnefndur Jón Sigurðsson að segja af sér. Svo einfalt er það og fordæmi fyrir því af hálfu Samfylkingarinnar. Er það ekki nokkuð rökrétt annars?

Ef mótmælin eiga að beinast einungis gegn einni persónu, Davíð Oddssyni, þá hljóta slík mótmæli að dæma sig alveg sjálf. Annars tók ég saman, sjá fyrri færslur og sérstaklega þessa,  helstu rök mótmælenda fyrir afsögn Davíðs og tel mig hafa hrakið þau. Ef einhver telur rök þar ekki standast, þá vinsamlegast bentu á það. Væri mjög þakklátur með það. Eftir þá yfirlegu, hef ég annars enn minni trú á þessum mótmælum (ekki voru þau þó mikil fyrir) og hvað þá ef þau boða “nýja tíma”, þá er ég mjög hræddur um að við eigum alls ekkert betri tíma framundan, heldur þvert á móti.

Hvernig væri nú að Jón Baldvin myndi svara þessu, þannig að maður geti hætt að velkjast jafn mikið í vafa um hvað honum gangi til, sem og hvort hann telji sig bera einhverja ábyrgð á stöðunni í dag.

Ef við förum yfir þær upplýsingar sem höfum, þá virðist það vera ein af stóru kröfunum miðað við fréttaflutning af mótmælunum: “Davíð burt, Davíð burt”. Seðlabankinn heyrir undir forsætisráðherra og Geir H. Haarde hefur sagt að hann muni ekki víkja stjórninni. Þá liggur beinast við að einungis eitt geti komið til, ef einhverjir Samfylkingarmenn vilja “Davíð burt”, sé að Samfylkingin slíti stjórnarsamstarfinu. Annað virðist ekki vera í stöðunni. Gamall stjórnmálamaður eins og Jón Baldvin hlýtur að vera búinn að hugsa nokkra leiki fram í tímann. Er það raunverulegur vilji Jóns Baldvins að reyna sprengja ríkisstjórnina? Hefur hann e.t.v. hugsað sjálfan sig í eitthvert (stórt) hlutverk ef upp úr samstarfinu slitnar?  Er hann að reyna að efna til ólgu innan Samfylkingarinnar gegn fulltrúum flokksins í ríkisstjórninni um að slíta samstarfinu og tilheyrandi óánægju innan flokksins ef það ekki gert? Er hann og fleiri sem taka þátt í þessum mótmælum kannski að reyna að kljúfa Samfylkinguna með einhverjum hætti, með óbeinum árásum á Jón Sigurðsson og með yfirskriftinni “rjúfum þögnina”? Þar sem Samfylkingin er í ríkisstjórn, hljóta þessi tilmæli að eiga jafn vel við báða ríkisstjórnarflokkana og þessi tilmæli hljóta að vega meira að Samfylkingunni þar sem Jón hefur mun meiri vigt innan þess flokks, eða hvað?

Þá komum við aftur að upphaflegu spurningunni: Hvað gengur Jóni Baldvin raunverulega til, undir niðri? Þetta hlýtur að vera hluti af stærra púsluspili, eða hvað? Maður spyr sig...


mbl.is Þögn ráðamanna mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Spyr mig þess sama hvað gengur Jóni nafna minum til það verður fróðlegt að fylgjast með þróun næstu vikna. Þakka góð blogg hjá þér og góða skilgreiningu á því sem að þú fjallar um

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.10.2008 kl. 15:43

2 Smámynd: Rýnir

Sæll Jón Aðalsteinn,

sammála þér. Það verður fróðlegt að sjá hver þróunin verður.

Þakka þér annars ánægjuleg orð.

Góðar kveðjur,

Rýnir, 28.10.2008 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband