Evra, ekki evra, evra ekki evra...

Ef þetta var virkilega allra þarfasta umræðuefnið á Íslandi, allt fram að því að íslenska fjármálakerfið fór svo gersamlega fram af hengifluginu, svo annað eins hefur tæpast sést víða annars staðar í töluverðan tíma og innra verk íslensks efnahagslífs morknaði að innan, svo að segja á svipstundu, þá veit ég ekki alveg hvað ég á halda? Var verðmætum (?) tíma stjórnar, stjórnandstöðu, fjölmiðla og fleiri virkilega ekki betur varið í það að huga tímanlega að, a.m.k. hugsanlega aðsteðjandi vanda íslensks fjármálakerfis sem nú hefur dunið yfir með þeim hrapalegu afleiðingum sem raun ber vitni? Getur það mögulega verið að engin viðrögð við slíkri kreppu hafi verið rædd og undirbúin? Hvernig má það vera að skýrslur erlendra greiningaraðila og virtra fræðimanna, sem komu hingað nánast á færibandi, hver af annarri voru helst til afgreiddar sem annaðhvort, öfund eða þekkingarleysi á íslenskt hagkerfi, nema ef hvort tveggja væri? Hversu traustvekjandi er það? Hvar liggur raunverulegt þekkingarleysi þegar á hólminn er komið? Auðvitað er auðvelt að vera vitur eftir á og benda á það sem aflaga hefur farið. Slíkt hlýtur þó að vera sanngjarnt að einhverju leyti þegar haft er í huga að viðvörunarbjöllur voru búnar að hringja allt í kringum okkur og í töluverðan tíma. Þurfti sjúklingurinn virkilega að vera svo til á dánarbeðinu fyrst, til að menn færu að huga að heppilegri lyfjagjöf eða meðferð? Sjúklingurinn dó síðan skömmu síðar sem fyrr segir.

Hvort sem menn trúa því nú, eða ekki, þá á hin umdeilda íslenska króna eflaust eftir að reynast okkur að einhverju leyti sem haukur í horni úr því sem komið er. Það verður þó langt í frá sársaukalaust. Því fer víðsfjarri. Evran er eflaust mjög góð sem gjaldmiðill en hún myndi tæpast reynast okkur mjög vel við að koma okkur af stað aftur úr þessu stigi hagsveiflunnar. Það væri þá eflaust a.m.k. einhver ný hagfræðikenning út af fyrir sig, myndi ég halda. Þeir sem halda öðru fram mega gjarnan benda á hvernig slíkt myndi virka. Tal um annað myndi hljóma eins og töfralausn og slíkar eru ekki til... eða hvað? Annars hlýtur það að vera kaldhæðni örlaganna ef það er krónan sem mun hjálpa okkur upp úr þessum öldudal eftir allt saman. Þá spyr ég að því sama og í upphafi greinarinnar, þurfti allt þetta púður að fara í þessa stanslausu evru umræðu, þegar það eru önnur mál sem hefðu e.t.v. átt að fá mun meiri athygli, eins og hugsanlegt kerfishrun? Vissulega er textinn í greininni einföldun á annars flóknum veruleika en segir þó í grófum dráttur um hvernig staðan er, eða hvað? Maður spyr sig ...
mbl.is Baksvið: Viðvörunarljósin leiftruðu í þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þetta er búið að vera þarfasta umræðuefnið á íslandi í 15 ár en því miður hafa fullkomlega fyrirhyggjulausir ofstopamenn brotið hana á bak aftur í hvert sinn sem hún kemur upp, og jafnan í bland við landráðabrigsl og svikaávirðingar.

Nú sannast hinsvegar þeir fyrirhyggjulausu menn sem báru hinum á brýn landráð og svik, sjálfir vera mestu landráðamenn Íslandssögunnar. - Ekkert er að heiðarlegri ESB-andstöðu en andstaða við ESB-aðild borin fram af þekkingarleysi og með lygarökum, hræðsluáróðri og landráðabrigslum sannast nú reynast það versta sem gert hefur verið þessari þjóð.

Evrópuhatarar höfnuðu ESB umræðu þegar allt léki í lyndi því allt væri svo gott hér, þeir höfnuðu ESB umræðu þegar hala tók undan því það væri ekki rétti tíminn og nú hafna þeir ESB umræðu því það má ekki leita til ESB þegar þessi stefna þeirra að bæla með offorsi ESB umræður hefur leitt okkur í fullkomnar ógöngur.

Helgi Jóhann Hauksson, 25.10.2008 kl. 15:05

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Munurinn á evru og íslenskri krónu er eins og munurinn á að standa af sér storm með jörðina kyrra undir fótum sér (evra), eða að reyna standa storminn af sér með jörðina á fleygi ferð og óviss um hvort hún muni yfir höfðu áfram vera til staðar (krónan).

Engin viðurkennd hagfræðikenning er til sem rökstyður að hagfræðilega væri betra fyrir okkur að hafa ísl-krónu en evru (nema heimatilbúinn áróður DO) - ef þú veist um slíka kenningu vinsamlega vísaðu á hana og höfund hennar.

Helgi Jóhann Hauksson, 25.10.2008 kl. 15:12

3 Smámynd: Rýnir

Sæll og blessaður Helgi Jóhann,

og takk fyrir athugasemdirnar.

Ég held við ættum kannski að reyna að fara varlega í að fullyrða eða alhæfa um menn og málefni.

Hitt er svo annað mál að ég er svo til engu nær eftir lesturinn hvers vegna ekki var hægt að huga meira / frekar að mögulegum viðbrögðum við slíkri efnahagskreppu sem nú er að skella á okkur með slíkum þunga sem raun ber vitni. Við virðumst svo til algerlega vanbúin án nokkurra viðbragðsáætlana þrátt fyrir að fjöldinn allur af viðvörunarbjöllum séu búnar að hringja talsvert lengi. Miklum tíma virðist hinsvegar hafa verið varið í að tala um ESB mál, sem eru örugglega góð og gild mál út af fyrir sig, en maður spyr sig hvort allur þessi tími hafi virkilega verið nauðsynlegur í það málefni, þar sem það virðist a.m.k. útséð að slík aðild verði á þessu kjörtímabili þar sem slíkt er ekki að finna í stjórnarsáttmálanum. Þessi krísa hellist hinsvegar yfir okkur á þessu kjörtímabili og búið að vara við henni lengi en svo virðist sem engar viðbragðsáætlanir hafi verið unnar...

Góðar kveðjur,

Rýnir, 28.10.2008 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband