Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Katrín fór rangt með tilvitnun í stjórnarskrána ... ?
Yfirlýsingin sem vitnað er til í fréttinni, sýnist mér ganga út á að ræðan verði fjarlægð vegna hugsanlegs brests á trúverðugleika lagadeildar HR eða skólans, þar sem ekki virðist farið rétt með staðreyndir úr lagatextum í ræðunni. Sem þýðir væntanlega, að ræðan skuli fjarlægð af þeirri ástæðu en ekki vegna skoðana. Það væri nú væntanlega eitthvað bogið ef svo færi. Einhverjir virðast halda því fram að einungis sé krafist þess að hún verði fjarlægð vegna skoðana. Það tel ég a.m.k. alrangt að framansögðu.
Ég verð nú að játa það, að þegar ég hlustaði á ræðuna í fréttum þótti mér sum atriðin sem snúa að lögum dálítið mikið sérstök, svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Annars vitna ég í Mána Atlason í því sambandi, sem skrifaði eftirfarandi færslu hér að neðan á sína heimasíðu sem má finna á slóðinni: http://mwezi.blogspot.com/2008/11/stjrnskipunarrttarkennsla-vi-hr.html.
Til fróðleiks, þá dúxaði Katrín seinasta vor í lögfræðinni. Vel gert hjá henni. Einnig hefur Máni sem vitnað er í, dúxað og verið þaulsetinn á Forsetalista Háskólans í Reykjavík í töluverðan tíma, sem verður að teljast glæsilegur árangur. Sjá nánar um Forsetalista Háskólans í Reykjavík hér.
Færslan er annars eftirfarandi:
"Af því tilefni að í nýafstöðnum mótmælum tjáði laganemi við Háskólann í Reykjavík þá skoðun sína að á undanförnum vikum hafi ríkisstjórnin brotið gegn þremur stjórnarskrárákvæðum vil ég koma því á framfæri að ég deili þessari skoðun ekki með þessum ágæta samnemanda. Einnig er rétt að taka fram að þessi skoðun nemandans er ekki kennd hér við skólann, a.m.k. ekki svo ég viti til. Stjórnskipunarréttarkennsla hér heldur sig almennt við veruleikann, þ.e. að láta ákvæði stjórnarskrár þýða það sem þau raunverulega þýða.
Nefndur nemandi hefur í gegnum tíðina farið mikinn í mótmælum, m.a. mótmælt auglýsingaherferð Coca-Cola, sannfærð um að gosdrykkjaframleiðandi hefði einsett sér að lítillækka allt sem kvenkyns er við markaðssetningu míns uppáhaldsdrykkjar.
[Því til viðbótar stóð hún einnig fyrir kæru á hendur forstjóra og stjórn Valitor - Visa á Íslandi, fyrir að stuðla að og taka þátt í dreifingu kláms, að hennar mati. Sjá nánar um það hér.]
Í ræðu á Austurvelli í dag hafði stúlkan á takteinunum 3 brot gegn stjórnarskrá.
Í fyrsta lagi að brotið hafi verið gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrár (72. gr.) þegar fólk tapaði sparnaði sínum í sjóðum bankanna. Nú skil ég vel að mörgum þyki leiðinlegt að tapa peningunum sínum, sjálfum þótti mér blóðugt að sjá á eftir rúmlega fimmtungi af mínum sparnaði sem ég hef lagt inn á mánaðarlega í rúm 2 ár, en það breytir engu um það að í sjóðasparnaði getur maður grætt eða tapað. Það sama gildir um hlutabréfakaup, þó að áhættan sé meiri þar. Ætli mótmælendur telji að lækkun úrvalsvísitölunnar sé líka brot á eignarrétti? Bara af því eign manna minnkar þá?
Í öðru lagi taldi laganeminn Katrín að Björn Bjarnason hefði "ógnað" tjáningarfrelsim væntanlega því sem kveðið er á um í stjórnarskrá (73. gr.), með því að gagnrýna skrif tiltekins blaðamanns. Þetta er enn framsæknari (og vitlausari) túlkun en eignarréttartúlkunin. Væri það ekki einmitt frekar brot á tjáningarfrelsi ef Björn Bjarnason mætti ekki tjá sig um skrif blaðamanna? Í tjáningarfrelsinu felst einmitt að hvað sem Birni finnst þá er þessari ágætu blaðakonu frjálst að skrifa það sem hún vill (a.m.k. innan velsæmismarka) og að sama skapi er Birni frjálst að gagnrýna hennar skrif að vild. Kannski telur Katrín að ég sé hér að brjóta gegn tjáningarfrelsi hennar með því að gagnrýna hennar túlkun á stjórnarskrá (sem henni er vissulega frjálst að tjá hverjum sem heyra vill).
Í þriðja lagi taldi laganeminn að í nýju neyðarlögunum felist brot á jafnræðisreglu stjórnarskrár (65. gr.), þar sem fjármálafyrirtæki sem ríkið hefur tekið yfir eru undanþegin því að verða dregin fyrir dóm. Í 4. mgr. 5. gr. nefndra neyðarlaga (nr. 125/2008) stendur:
Ákvæði 64. og 65. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. eiga ekki við meðan skilanefnd samkvæmt ákvæði þessu fer með málefni fjármálafyrirtækisins. Á sama tíma verður ekki komið fram gagnvart fjármálafyrirtækinu aðfarargerð á grundvelli laga um aðför eða kyrrsetningu á grundvelli laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl.
Í 64. og 65. gr. laga um gjaldþrotaskipti er vel að merkja kveðið á um heimild lánveitanda eða skuldara til að gefa bú eða krefjast þess að bú verði tekið til gjaldþrotaskipta.
Það er rétt að þetta ákvæði neyðarlaganna er vissulega undarlegt, þ.e. að kröfuhafar geti ekki leitað til dómstóla til að fá kröfu sinni framgengt. En væri ekki nær, ef ætlunin er á annað borð að halda því fram að brotið sé gegn stjórnarskrá, að halda því fram að brotið sé gegn 70. gr. stjórnarskrár, þar sem m.a. segir:
70. gr. Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli.
Það hversu óháðar eða óhlutdrægar skilanefndir bankanna eru skal ég ekki segja til um, en ég ímynda mér að ekki þurfi dóm til að víkja þeim frá.
Annars þykir mér líka merkilegt í mótmælum hvernig æ fleiri bjóðast til að taka við stjórnartaumum landsins, bara ef þeir sem hafa verið kosnir til þess sleppa þeim. Skoðun mótmælenda virðist vera sú að allir eigi rétt á að stjórna landinu, nema þeir sem hafa einmitt verið kosnir til að stjórna landinu. Mikil virðing fyrir lýðræði á ferðinni þar."
Þetta er mjög athyglisvert, að laganemi fari ekki rétt með tilvitnun í stjórnarskrána, í ræðu á fjölmennum útifundi sem er sagt frá í öllum helstu fjölmiðlum landsins? Maður spyr sig...
Óánægð með ræðu á heimasíðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Jón Ásgeir ofsóttur að ástæðulausu, að eigin sögn a.m.k.
Úr ræðu Davíðs Oddssonar: "Sú reiði sem kraumar í þjóðfélaginu og hægt er að beina í ýmsar áttir af áróðursmaskínum er ekki síst kraumandi vegna þess að það er ekki verið að upplýsa almenning um eitt eða neitt. Af hverju hefur það ekki verið upplýst að einn aðili skuldaði eitt þúsund milljarða í íslenska bankakerfinu og þá er eingöngu verið að tala um viðskiptabankana þrjá, ekki sparisjóðina, lífeyrissjóðina eða ýmsa aðra aðila, sem viðkomandi skuldaði né erlendar skuldir sama aðila. Eftir að bankaeftirlitið var fært frá Seðlabankanum gat hann ekki aflað sér upplýsinga um slíkt. Hann gat ekki vitað það. En það vissu aðrir, á því getur ekki verið neinn vafi. Eitt þúsund milljarða skuld eins aðila í íslenska bankakerfinu er erfitt að skilja, jafnvel svo erfitt að menn leiða hana hjá sér. En það má ekki víkja sér undan að horfa á þessa mynd. Einn aðili skuldaði með öðrum orðum bönkunum þremur um eða yfir eitt þúsund milljarða króna. Það er hærri fjárhæð en allt eigið fé gömlu bankanna saman lagt. Bankastjórarnir sem lánuðu hver fyrir sig hlutu að vita að samanlagt væri dæmið þannig. Vegna þess að þeir horfðu ekki aðeins á lánsfé eigin banka, heldur fengu þeir öll gögn vegna veðtöku áður en stærstu einstöku lán bankans voru veitt, eða það skyldu menn ætla. Og eftirlitsaðilar hljóta að hafa vitað það líka og hafa því teygt sig með ólíkindum langt til að finna út að sami aðili væri óskyldur sjálfum sér við þessar aðstæður. Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst? Hvaða heljartök hafði viðkomandi á bönkunum og öllu kerfinu?"
Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri vegna skrifa Gunnars Smára Egilssonar, fyrrum samstarfsmanns hans, þessu tengdu: "Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Baugs segir í grein í Morgunblaðinu í dag að skuldir þriggja stærstu félaganna sem honum tengjast, Baugs, Stoða og Landic Property, nemi 900 milljörðum króna. Eignir á móti hafi um mitt þetta ár numið um 1200 milljörðum króna.
Tilefni þessara skrifa eru staðhæfingar Gunnars Smára Egilssonar, fyrrum náins samstarfsmanns Jóns Ásgeirs, þess efnis að skuldir Jóns Ásgeirs nemi yfir þúsund milljörðum króna."
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér fyrri mál mannsins er bent á að skoða: http://www.baugsmalid.is/
Annars var fróðlegt að sjá Jón Ásgeir svara fréttamanni vegna Stím og meintum tengslum. Sjá sérstaklega í myndbrotinu 01:40 - um hvort hann þekki Jakob Valgeir Flosason.
Fréttamaður: "Þekkirðu þann mann [Jakob Valgeir Flosason] ekki?".
Jón Ásgeir: "Neeeeeeeeeiiiijjj..... .... ég þekki hann ekki neitt...".
Ágætt að fylgjast með líkamstjáningunni á sama tíma og hann segir þetta...
Kannski er það bara ég en annaðhvort svarar maður skýrt með "já" eða "nei", hvort maður þekkir einhvern. Dæmi hver nú fyrir sig...
Hefur einhver annars tölu yfir það hversu margar yfirlýsingar Jón Ásgeir er búinn að senda frá sér á þessu ári. Maður spyr sig...
Efast um að Davíð eigi við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Er örugglega allt sýnt í myndbrotinu?
Það væri áhugavert ef G. Pétur myndi upplýsa hvort eitthvað sérstakt hafi farið á milli þeirra áður en myndbrotið byrjar, þar sem við fáum einungis að sjá það sem hann hefur valið að sýna og hentar honum e.t.v. best. Við vitum a.m.k. einungis eina hlið málsins.
Annars fæ ég ekki betur séð en G. Pétur fari strax í vörn og hækkar róminn, þegar er spurður hvort sé með málflutning. Hvað segir það manni? Oft er sagt að þeir taki það sérstaklega til sín sem það eiga. Á það við í þessu tilfelli? Maður spyr sig...
Krafa um að viðtali við Geir verði skilað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 23. nóvember 2008
Sem Fréttablaðið birtir...
Í fréttinni segir: "Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 31,6% landsmanna samkvæmt könnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. 68,4% segjast ekki styðja stjórnina".
Það kann vel að vera að stuðningur við ríkisstjórnina sé ekki ýkja mikill sem stendur og fyrir því eru ýmsar ástæður.
Það breytir því samt ekki að ég á mjög erfitt með að taka mikið mark á ýmsu sem birtist í Fréttablaðinu. Niðurstöður kannana sem unnar eru af t.d. Capacent og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands eru hinsvegar allt annað mál. Er það ekki mun áreiðanlegra? Maður spyr sig...
31,6% stuðningur við stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 22. nóvember 2008
Skrílslætin...?
Það er dálítið skemmtilegt að fylgjast með umræðunni á köflum. Hlutir eru teknir úr samhengi, fólki lagt orð í munn allt eftir þörfum virðist vera.
Þessi umræða t.d. um meint ummæli forsætisráðherra um skrílinn er eitt dæmið af því. Það verður að hlusta á ummæli manna í samhengi.
Hvað sagði Geir nákvæmlega?
Orðrétt sagði hann skv. uppl: ""Það er ekkert athugavert við það í lýðræðisþjóðfélagi að fólk mótmæli ef það er ekki ánægt með hlutina en það verður líka að gera greinarmun á friðsamlegum, löglegum mótmælum og skrílslátum. Því miður er ekki hægt að kalla það annað en skrílslæti þegar Alþingishúsið er grýtt"sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í gær þegar leitað var álits hans á mótmælafundum í fyrradag."
Hvernig er hægt að fá út úr þessu að Geir hafi kallað alla almenna mótmælendur skríl? Hann sagði að þeir sem hafi grýtt Alþingishúsið hafi verið með skrílslæti en ekki þeir sem hafi verið að mótmæla friðsamlega. Forráðamenn hefðbundnu mótmælana höfðu tekið skýrt fram að þessi aðgerð við Alþingi hefði ekki tengst þeim á neinn hátt.
Ef einhverjir hafa tekið þetta svona til sín, að vera kallaður skríll en voru að mótmæla friðsamlega, hlýtur það að teljast dálítið sérstakt er það ekki? Taki þeir það annars til sín sem það telja sig eiga. Við því er því miður ekkert hægt að segja.
Hvers vegna taka tilteknir einstaklingar slík ummæli svona sérstaklega til sín, sem ekki er beint að þeim? Maður spyr sig...
Fanganum sleppt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 21. nóvember 2008
Hvetur til aukins trúverðugleika með því að draga úr trúverðugleika
Það er skiljanlegt að menn hafi skiptar skoðanir á Seðlabankanum og þeim sem þar eru. Þó það nú væri. Hinsvegar kemur það sérkennilega út að sjá þingmann Samfylkingarinnar leggja þetta til í ræðustóli á Alþingi og draga í leiðinni úr trúverðugleika ríkisstjórnarinnar, trausti hennar og samstöðu.
Á þetta ekki meira heima á fundum ríkisstjórnarinnar sjálfrar en ekki í beinni útsendingu á Alþingi?
Það er þó greinilegt að Helgi Hjörvar er í þeim hópi Samfylkingarinnar sem er í stjórnarandstöðu. Það er ágætt að hafa það á hreinu. Hverjir eru þá eftir af þeim þingmönnum sem eru í ríkisstjórninni? Maður spyr sig...
Ónýtur banki bjargar ónýtri krónu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 21. nóvember 2008
Gat nú verið! - Hagar (Baugur) kaupa "bitastæða" bita úr þrotabúi BT
BT verslanir undir hatt Haga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Eitt af verðmætum Baugs...
Viðræður um sölu á Woolworths | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Loksins - Mikið af rugli búið að vera í umræðunni
Ætli það verði ekki mikið um útúrsnúninga, rangtúlkanir, hreinar lygar og annan áróður vegna þessara orða sem og annarra sem Davíð sagði, og féllu á fundi Viðskiptaráðs, eins og svo oft áður.
Ég spái því að þegar upp verður staðið muni ansi margir standa uppi sem hræsnarar, ef ekki verra. Trúverðugleiki margra virðist vera lagður í hættu og það sem meira er, af þeim sjálfum og að því er virðist með þeirra vitund. Maður spyr sig...
Vinsamlegast ekki koma með órökstudda upphrópun í athugasemdunum. Slíkt dæmir sig alveg sjálft sem og þann sem það skrifar. Ef einhver þarf virkilega að tjá sig með dylgjum sem tengist efni færslunnar ekki á neinn hátt, þá vinsamlegast gerðu það á einhverri annarri síðu sem er með slíkan áróður. Nóg virðist af þeim eins og staðan er í dag.
Skuldar þúsund milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Eftirtaldir fá reikninginn fyrir þessi skemmdarverk:
Ef einhverjir skyldu ekki vita það, þá er mun meiri starfsemi í þessari byggingu og kostnaður við þrif af þessu tagi fellur meðal annars á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands sem hefur þann starfa að þjónusta þá sem eru heyrnarskertir, heyrnarlausir eða með talmein. Eins undarlega og það kann að hljóma í eyrum einhverra, hefur slík heilbrigðisstarfssemi eflaust ekkert of mikið fjármagn til að standa í því að þrífa upp eftir aðra málningu, hvað þá skipamálningu.
Allir þessir munu að öllum líkindum fá reikninginn beint eða óbeint fyrir þessi skemmdarverk (vinsamlegast ath.: 2 síður).
Hvers vegna þurfa svona skemmdarverk að bitna á þeim sem síst skyldi? Maður spyr sig...
Valhöll í baði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)