Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Tími til kominn hjá Hagkaupum!
Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að verðlag í verslunum Hagkaupa sé svo hátt að maður þurfi helst að láta skipta greiðslunni niður til að geta verslað þar. Fæ ekki betur séð en að þetta staðfesti grun minn að hluta til... Í rauninni er ég alveg hissa á því að það skuli vera alveg frítt inn í verslunina yfir höfuð. Miðað við hversu dýrt er í 10-11 hljóta þær verslanir að fylgja í kjölfarið og bjóða upp á greiðsludreifingu fyrir öll almenn innkaup viðskiptavina.
Vonandi að þeir einstaklingar sem hugsa sér gott til glóðarinnar átti sig á því að án efa mun allskyns mögulegur og ómögulegur kostnaður smyrjast ofan á upprunalegu upphæðina sem verslað er fyrir. Þrátt fyrir að tekið er fram að um "vaxtalaust" lán sé að ræða er ekkert minnst á annan stjarnfræðilegan kostnað sem kann að bætast við. Það hlýtur að teljast mikið ólán fyrir þann sem treystir enn frekar á Kortasníki um þessi jólin með þessum hætti.
Annars er ég dálítið hissa á því að Haugkaup skuli enn vera í rekstri miðað við hversu fjármagnsfrekur reksturinn hlýtur að vera og hversu mikið þarf að koma inn í reksturinn til að halda starfseminni á floti. Hvaðan kemur það fjármagn? Maður spyr sig...
Hagkaup býður jólalán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:45 | Facebook
Athugasemdir
þetta er Vaxtalaust lán Hagkaup tekur á sig kostnaðinn eina sem bætist á er 3% lántökugjald sem kortafyrirtækið tekur sem sagt af 100.000 kr jólaláni borgar þú 103.000 til baka og fyrsta greiðsla ekki fyrr en í mars
Jósef Róbertsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 18:08
Sælir,
og takk fyrir athugasemdina.
Það er ansi ótrúlegt að Hagkaup muni taka á sig einhvern sérstakan kostnað í þessu sambandi, sérstaklega hvað varðar fórnarkostnað fjármagns, þegar haft er í huga að stýrivextir Seðlabankans eru 18% og verðbólgan stígandi.
Þrátt fyrir að talað er um ákveðna vaxtaprósentu í fréttinni, þá mun viðskiptavinurinn á endanum greiða kostnaðinn sem hlýst með einum eða öðrum hætti.
Annars vísist í ákvörðun Neytendastofu vegna sambærilegs máls þar sem BT auglýsti lán með 0% vöxtum. Hinsvegar bættist við 5,8% skuldaálag, 3% lántökugjald og 250 kr. mánaðarlegur færslukostnaður, án þess að vera sérstaklega auglýst.
Góðar kveðjur,
Rýnir, 26.11.2008 kl. 19:33
Eða það sem líklegra er að við hin munum greiða kostnaðinn í hærra vöruverði það er ekkert frítt í veröldinni tveir fyrir einn er ekki til og ef það er of gott til að vera satt er það lygi :)
Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.11.2008 kl. 23:28
Afleiðingar óeðlilgar Samkeppni Jón ! Fákeppni í ljósi keðjuhringamyndunar með tilheyrandi skuldasöfnum.
Júlíus Björnsson, 29.11.2008 kl. 14:16
Sælir. Alþekkt er að birgjar geislaBAUGSfeðganna fá aldrei greitt fyrir vörur sínar sem þeir færa í hús þeirra og raða í hillurnar að auki fyrr en að 3-5 mánuðum liðnum.
Hér er talað tæðitungulaust í grein Gylfa kaupmanns á blogginu :
http://gylfablogg.blog.is/blog/gylfablogg/entry/470758/
11.3.2008 | 03:36
Jóhannes í Bónus er glæpamaður
Sem kaupmaður hef ég alltaf séð Jóhannes í Bónus fyrir mér sem glæpamann og
lýðskrumara af verstu tegund. Vinsældir hans eru mér ráðgáta en
kaupmannsbrögðin voru einföld en áhrifarík með fulltingi fjölmiðla sem kallinn
spilaði á eins og fiðlu.
Eftir að Bónusdrengirnir eignuðust Hagkaup og 10-11 þá keyrðu þeir upp
álagninguna beggja megin en létu Bónus halda sama verðmun gagnvart Hagkaup. Í
skjóli þríeykisins léku þeir á máttlaus neytendasamtök sem gerðu ekkert annað
en að horfa á verðmuninn á milli Hagkaups og Bónuss en gleymdu heildarmyndinni
sem er sú að öllum markaðnum var lyft í álagningu.
Hagkaup hefur alltaf verið ákveðin viðmiðun fyrir aðra kaupmenn í t.d.
leikföngum og fatnaði en þar er hið sama uppá teningnum eða of hátt verð á
íslandi vegna markaðsstyrks Baugs. Okurstarfsemin nær líka til smærri
kaupmanna sem eðlilega fagna hærri álagningu miðað við Hagkaupsverðin. Menn
verða að gera sér grein fyrir því að smærri aðlilar miða sig alltaf við hina
stóru og ef þeir hækka þá fylgir halarófan á eftir.
Þegar ég starfaði við matvæladreifingu fyrir 150 Reykvíska heildsala í gegnum
norðlenska umboðsverslun þá sá maður vel hvernig álagningarlandið liggur. Einn
álagningaflokkurinn var kallaður bensínstöðvaálagning en þær lögðu feitast á,
rétt eins og apótekin. Nú er svo komið að 10-11 er með hærri álagningu en
nokkuð annað verslunarfyrirtæki með matvöru og hækkunin hjá Hagkaup er augljós
öllum sem við verslun starfa. Nóatún hækkaði sig líka því þeir eru eðlilega
bornir saman við Hagkaup. Þetta er neytendablekkingin í hnotskurn.
Svo hampa þessi fyrirtæki þessum svokölluðu lágvöruverslunum sem eru í raun að
keyra nokkuð nærri gömlu Hagkaupsverðunum áður en glæpamennirnir sölsuðu hina
fornfrægu neytendastoð undir sig.
Siðferðisleg og samfélagsleg ábyrgð Baugs og Kaupáss er gríðarleg en því miður
standa þeir ekki undir henni. Jóhannes í Bónus er viðskiptalegur
stórglæpamaður sem hefur kostað neytendur meira en hann gaf þeim á meðan Bónus
var lágvöruverslun. Um leið er þetta maður sem hefur notað kjötfarsgróða til
að vega að sitjandi ráðherra í ríkisstjórn íslands. Ég sé Jóhannes fyrir mér
sem frekar viðskiptasiðblindan frekjuhund á meðan hluti neytenda dýrkar hann
vegna þess að á íslandi eru ekki starfandi alvöru neytendasamtök sem verja fólk
gegn markaðsblekkingum.
Oft dettur mér í hug að Neytendasamtökunum sé á einhvern hátt mútað af Baug því
þau veita Jóa hin svokölluðu neytendaverlaun fyrir að vera ódýrari á kassa 1 en
kassa 2.
Eru íslenskir neytendur bara auðblekktir fávitar upp til hópa sem eiga
hreinlega skilið að láta viðskiptasiðblinda auðhringi ræna sig með bros á vör
því blaðið sem þeir gefa út prentar hentugan sannleika og kyndir undir
sölubatteríunum eftir pöntun.
Ég hafna þessu ástandi en það er merkilegt að Davíð Oddsson sé eini
stjórnmálamaðurinn sem hafi haft dug til að segja eitthvað bítandi. Hinir þora
ekki í Baug virðist vera.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.1.2009 kl. 14:27
Sjáið umfjöllun um framkomu geislaBAUGSfeðga við birgja sína í Bretlandi :
Slóðin á Telegraph :
http://www.telegraph.co.uk/money/main.jhtml?xml=/money/2007/09/11/cnhof111.xml
Umfjöllun á bloggi Páls Vilhjálmssonar um þetta bréf :
http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/#entry-355254
Baugur og birgjar
Síðunni barst bréf þar sem fjallað er um samskipti Baugs við birgja. Bréfið er
svohljóðandi:
Baugur hefur um árabil kúgað íslenska birgja um betri kjör og framlengt
greiðslutímabil þannig að þeir borga talsvert seinna en gengur og gerist enda
þarf að nota sjóðstreymið til að borga lán og aðra fjármögnun sem Baugur notar
til að komast yfir öll þessi fyrirtæki - heima sem erlendis.
Um daginn kom fram í Bretlandi að Baugur er að ráðast í tug milljarða
endurbætur á verslanakeðjunni House of Fraser.
Baugur ætlast til þess að birgjar komi að verulegum hluta að þessari aðgerð sem
kostar um 230 milljónir punda. Þeir birgjar sem EKKI samþykkja að vera með fá
„óheppileg" verslunarkjör, ef ekki uppsögn á samstarfi. Alveg eins og á
Íslandi.
Þegar þú er orðinn stór, þá gerir þú það sem þú vilt... birgjar sem vilja hafa
gott sambandi við Baug eiga ENGA aðra kosti en að samþykkja þessi kjör sem
þarna koma fram og borga þúsundir milljóna til að fjármagna endurbæturnar. Þeir
birgjar sem samþykkja eru „vildarvinir" Baugs. Það er auðvitað stórkostlegt að
birgjar sem skaffa vörur þurfi að punga út þúsundum milljóna til að fjármagna
innréttingar og endurbætur á verslunum Baugs.
Takið eftir því að í fréttinni kemur fram að Baugur hefur þegar breytt
greiðslum til birgja og lengt greiðslutímabilið. Þannig virkar Baugur í raun,
notar sjóðsstreymið á þessu langa tímabili og rúllar í næstu verkefni og
afborganir. Þeir sem neita geta bara gleymt að eiga viðskipti við Baug.
Alveg eins og á Íslandi. Nú er spurning hvort birgjar á Íslandi séu ekki
tilbúnir að koma fram og segja frá kúgunaraðferðum Baugs hér heima. Af nógu er
að taka.
Baugsmiðlar birta aldrei svona fréttir.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.1.2009 kl. 14:29
Okurverðið í 10 - 11 heldur upp okrinu annarsstaðar. Sauðheimskur almúginn hugsar sem svo mikið er þetta ódýrt annarsstaðar. Þessi keðja er sýndarmennska [sala lítil: nema túristum?] til að hald uppi góðvild í garð hinna fjársuganna.
Júlíus Björnsson, 24.1.2009 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.