Er örugglega allt sýnt í myndbrotinu?

Það væri áhugavert ef G. Pétur myndi upplýsa hvort eitthvað sérstakt hafi farið á milli þeirra áður en myndbrotið byrjar, þar sem við fáum einungis að sjá það sem hann hefur valið að sýna og hentar honum e.t.v. best. Við vitum a.m.k. einungis eina hlið málsins.

Annars fæ ég ekki betur séð en G. Pétur fari strax í vörn og hækkar róminn, þegar er spurður hvort sé með málflutning. Hvað segir það manni? Oft er sagt að þeir taki það sérstaklega til sín sem það eiga. Á það við í þessu tilfelli? Maður spyr sig...


mbl.is Krafa um að viðtali við Geir verði skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mæli með að þú kíkir á síðu G. Péturs, þar sem forsaga viðtalsins er rakin: http://gpetur.blogspot.com/2008_11_01_archive.html#5663761509597831876

 Annars er ásökun Geirs um "málflutning" G. Péturs alvarleg og ég held að viðbrögð hans markist fyrst og fremst af því - reiði og undrun að forsætisráðherra taki sér svo stór orð í munn til að reyna að þagga niður í fjórða valdinu.

Karl Jóhann (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband