Loksins - Mikið af rugli búið að vera í umræðunni

Ætli það verði ekki mikið um útúrsnúninga, rangtúlkanir, hreinar lygar og annan áróður vegna þessara orða sem og annarra sem Davíð sagði, og féllu á fundi Viðskiptaráðs, eins og svo oft áður.

Ég spái því að þegar upp verður staðið muni ansi margir standa uppi sem hræsnarar, ef ekki verra. Trúverðugleiki margra virðist vera lagður í hættu og það sem meira er, af þeim sjálfum og að því er virðist með þeirra vitund. Maður spyr sig...

 

Vinsamlegast ekki koma með órökstudda upphrópun í athugasemdunum. Slíkt dæmir sig alveg sjálft sem og þann sem það skrifar. Ef einhver þarf virkilega að tjá sig með dylgjum sem tengist efni færslunnar ekki á neinn hátt, þá vinsamlegast gerðu það á einhverri annarri síðu sem er með slíkan áróður. Nóg virðist af þeim eins og staðan er í dag.


mbl.is Skuldar þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rýnir

Sælir,

og takk fyrir athugasemdina.

Hvað efnislega var ekki rétt sem kom fram í ræðunni í morgun?

Við skulum sjá til eftir einhvern tíma hvað var rétt sagt og hverju var logið í dag og hverjir afvegaleiddu umræðuna... og af hverjum. Fleiri kurl eiga eftir að koma til grafar. Þú mátt gjarnan standa við orð þín þá þegar mesta moldviðrinu, nú sem hefur hefur verið þyrlað upp, hefur slotað. Þá sést betur hvernig er í pottinn búið. Ég skal sömuleiðis standa við mín.

Góðar kveðjur,

Rýnir, 18.11.2008 kl. 15:28

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Fannst ræðan góð og líður mun betur eftir að karlin er vaknaður aftur það er margt sem á eftir að skoða og best að bíða með storyrðin þangað til þvi er lokið

Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.11.2008 kl. 00:11

3 Smámynd: Halla Rut

Sömuleiðis fannst mér ræðan góð þótt vissulega sé Davíð ekki laus við spillingu, alls ekki.

Takk fyrir bloggvináttu.

Halla Rut , 19.11.2008 kl. 00:15

4 identicon

Það er svo sannarlega athyglisvert þegar einhver sem Baugslygaveitan hefur hraunað yfir, tekur sig til og svarar fyrir sig og sína.

 Núna fara menn af hjörunum og þykjast ætla að hengja Davíð vegna þess að hann gerði ekkert til að stoppa bankaglæpaverkin starx í febrúar þegar hann aðvaraði stjórnvöld.

 1.  Það hlýtur að hafa verið í verkahringi stjórnvalda að gera slíkt, vegna þess að Seðlabankinn hefur ekkert annað vopn til að stoppa slíkt nema að tilkynna sínum yfirboðurum um ástandið.

2.  Ef að Davíð hefði þá gert eitthvað sem andstæðingar vilja hengja hann fyrir að hafað ekki gert, að skýra almenningi frá svínaríinu, þá hefði bankasvikamyllan hrunið um leið og honum verið kennt um.  Solla og có hafað ætlað að reyna að leysa mál eiganda Sanmfylkingunnar sýnist manni miðað við gang mála þessa stundina.

 Fólk er eitthvað svo barnalega fyrirsjánlegt þegar hatrið tekur völdin eins og þegar náhirð dæmds glæpamannsins Jóns Ásgeirs er annarsvegar gagnvart Davíð.

joð (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 00:24

5 Smámynd: Halla Rut

Nákvæmlega málið joð.

Halla Rut , 19.11.2008 kl. 00:51

6 Smámynd: J. Trausti Magnússon

Ég tek undir með síðasta ræðumanni. Þar sem að þú gerir miklar kröfur til þeirra sem setja inn athugasemdir sem er bara hið besta mál þá finnst mér að þú ættir að koma fram undir nafni.

J. Trausti Magnússon, 19.11.2008 kl. 15:03

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ræðan var fín enda ekki við öðru að búast

Vona svo innilega að þeir verði dregnur úr hreiðrum sínum sem ábyrgðina bera, ég velti líka fyrir mér hversvegna fyrrverandi og nú núverandi yfirmenn ríkisbanka eru enn við stjórn, ég hefði viljað sjá þeim skipt út fyrir aðra og þá sérstaklega aðra starfsmenn bankana sem ekki tóku þátt í innherjasukkinu.

Margir eru svo blindir á sannleikann að maður gæti haldið að þeir væru með asklok sem himinn, standið nú upp lyftið lokinu og horfið á heiminn í kringum ykkur 

Jón Snæbjörnsson, 19.11.2008 kl. 16:39

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

fékk að nota þessi skrif mín hjá mér, vona að það sé í lagi þín vegna

Jón Snæbjörnsson, 19.11.2008 kl. 16:45

9 Smámynd: Rýnir

Sæl öll,

og takk fyrir athugasemdirnar.

Jón Aðalsteinn: Ræðan var mjög áhugaverð. Það er alveg ómögulegt að umræðan sé nánast algerlega einhliða. Það verður fróðlegt að sjá hvernig framvindan verður.

Halla Rut: Takk kærlega fyrir sömuleiðis! Áhugaverð skrif á heimasíðunni hjá þér.

joð: Það er alveg með ólíkindum hvernig umræðan virðist fara alveg á hvolf þegar blessaður maðurinn opnar munninn. Mjög sérstakt vægast sagt.

Þrymur og J. Trausti: Það er hið besta mál og um að gera að hjá ykkur að fara varlega í þessum efnum.

Hverjum sem er, er hinsvegar frjálst að setja inn athugasemd/ir hér, hvort sem er undir fullu nafni, hluta úr nafni eða dulnefni. Breytir engu hver höfundurinn er. Ég geri kröfur um rök, ekki nöfn. Innleggið skal því vera málefnalegt. Ef um fullyrðingu er að ræða, skal vera hægt að rökstyðja hana, ella telst hún rökleysa og því að öðru óbreyttu, tæplegast mikið mark á takandi.

Það er ágætt að fara varlega en það má ekki setja alla “nafnlausa” undir einn hatt. Ég legg mig ávallt fram um að vera málefnalegur í athugasemdum, færa góð rök fyrir máli mínu, sneiða hjá persónulegum ávirðingum, sleppa aðdróttunum og vega að æru annarrar sálu. Ef þú rekst á athugasemdir frá mér á vefnum getur þú sannreynt það sjálfur sem og við lestur á þessari heimasíðu að slíkt eigi við. Ég geri einnig kröfu um vandað íslenskt mál, ef út í það er farið.

Sá sem er tilbúinn til að rökstyðja gagnrýni sína gerir það með því að setja fram rök, ekki nafn. Annars verður að vara sig á því að taka einhverju sem hljómar eins og fullt nafn, t.d. Jón Guðmundsson, sem réttu nafni. Það getur allt eins verið dulnefni og ekki einfalt mál að staðreyna. Slíkt vekur því að öðru óbreyttu upp falska öryggiskennd. Persónulega horfi ég því fremur í efni textans fremur en hver höfundur kann að vera. Lykilatriðið ætti því að vera gagnrýnin hugsun. Hver og einn vegur þetta og metur fyrir sig.

Jón: Þetta er eitt af því sem ég er ekki alveg að skilja, þetta fyrirkomulag með sama starfsfólkið, hlýtur að vera tímabundið. Trúi varla öðru. Verðum samt að gæta þess að alhæfa ekki neitt um stjórnendur bankanna, en einhverjir mættu eflaust skipta um starfsvettvang. Annars kemur manni ekki margt á óvart núorðið.

Jón: Já, blessaður vertu, um að gera að nýta textann. Þín skrif eru þinn höfundarréttur ef út í það er farið. Vefsíðan er einungis vettvangur birtingar og því ræður þú öllu um þennan annars ágæta texta.

Góðar kveðjur,

Rýnir, 21.11.2008 kl. 03:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband