Var þetta örugglega óviljaverk?

Efnislegt innihald bréfsins vekur óneitanlega margfalt meiri athygli, þ.e.a.s. þegar eitthvað lekur fyrir “mistök” með þessum aðdraganda. Þá hlýtur tilganginum að vera náð, eða hvað? Var þetta örugglega “óviljaverk”?

Höfum auk þess í huga að ef einhver reynir að stöðva birtingu fréttar með einhverjum hætti, þá gerir það fréttina mun áhugaverðari og gerir það svo til öruggt að hún verður birt.

Þessi gagnrýni á Valgerði hefur a.m.k. ekki farið framhjá neinum núna vegna þessa. Bréfið fer nú sem eldur í sinu um netheima þar sem þetta voru "mistök".

Hinsvegar veðsetur þetta á sama tíma væntanlega pólitískan trúverðugleika Bjarna Harðarsonar til framtíðar.

Leyfum honum kannski að njóta vafans, eða hvað? Maður spyr sig...


mbl.is Áframsendi gagnrýni á Valgerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband