Miðvikudagur, 5. nóvember 2008
Lífeyrissjóður verzlunarmanna vildi kaupa Kaupþing strax eftir þrot...
Það vakti mikla athygli að lífeyrissjóðir, með Lífeyrissjóð verzlunarmanna í broddi fylkingar vildu kaupa Kaupþing svo til strax, nánast úr höndunum á skilanefnd FME.
Það skyldi þó ekki vera að einhver fleiri óheppileg mál kunni að koma upp úr krafsinu þegar bókhald Kaupþings verður skoðað og hefðu ekki komið upp, ef Kaupþing hefði verið selt strax?
Gunnar Páll Pálsson sat jú í stjórn Kaupþings fyrir hönd Lífeyrissjóð verzlunarmanna.
Gunnar Páll er formaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Gunnar Páll er annars hinn mætasti maður og hefur unnið mjög gott starf í þágu VR. Efast stórlega um að hann hafi eitthvað að fela.
Þetta mál er hinsvegar allt mjög óheppilegt.
Vægast sagt.
Maður spyr sig...
Ekki hægt að taka aðra ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.