Skífan á leiðinni í gjaldþrot?

Það er 50% afsláttur af öllum vörum í Skífunni sem verður að teljast dálítið sérstakt svona stuttu fyrir jólin og stuttu eftir Kringlukast... Það skyldi þó aldrei vera að Skífan væri á leiðinni í gjaldþrot... eins og aðrar verslanir Árdegis hafa verið að gera undanfarið, eins og Merlin og BT?

Af skifan.is:

"50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM!
Skífan rýmir fyrir nýjum vörum og því er 50% afsláttur af öllum vörum í verslunum Skífunnar á Laugavegi og í Kringlunni frá 4. nóvember til 6. nóvember.

Á föstudaginn munu Skífubúðirnar svo opna STÚTFULLAR af nýjum vörum.
Fylgstu með nýju upphafi Skífunnar.

Það stefnir í diskajól"

Er ég kannski sá eini sem á erfitt með því að trúa að búðin muni opna aftur á morgun, "stútfull af nýjum vörum", á sama tíma og mjög erfitt er að nálgast gjaldeyri til að flytja nokkrar vörur til landsins? Sjáum hvað setur...

Það skyldi þó ekki vera að Sena sem er sögð hafa keypt Skífuna og er í eigu 365 fari síðan í gjaldþrot eitthvað aðeins síðar?

Og síðan 365, svona stuttu eftir að helstu verðmætin, fjölmiðlar 365, voru seld úr félaginu?

Ef svo er, þá hlýtur skiptastjóri að rifta þeim kaupum, eða hvað?

Nema auðvitað félag ótengt Baugi, í eigu ... t.d. Hreins Loftssonar kaupi?

Það er ekki eins og hann eigi hlut í Baugi, fyrir utan að hafa lengst af starfað sem formaður stjórnar Baugs og núverandi stjórnarmaður.

Eins og haft var eftir Hreini sjálfum í þeirri frétt við kaupin á Birtingi "þetta eru raunveruleg viðskipti".

Maður hefur auðvitað engar ástæður til að efast um það, eða hvað? Maður spyr sig...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband