Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Ábyrgð utanríkisráðherra vegna hagsmuna Íslands erlendis?
Fulltrúar Samfylkingarinnar hafa verið duglegir við að beina umræðunni í allt aðrar áttir en að þeim sjálfum. Virðist á köflum eins og flokkurinn sé annaðhvort ekki í ríkisstjórn eða í ríkisstjórn. Allt eftir því hvað hentar best. Flokknum hefur held ég tekist satt best að segja nokkuð vel upp í þessum efnum eins og sést e.t.v. best á niðurstöðum umræddrar könnunar. Margt annars sérstakt í þessum efnum.
Aftur á móti hef ég ekki séð mikið minnst á ábyrgð þeirra sem hafa farið með málefni Utanríkisráðuneytisins í allri þessari atburðarrás. Kannski einhver/jir geti frætt mig nánar um það?
Svo ég vitni í viðtal við Dr. Jón Daníelsson, dósent í fjármálum við London School of Economics sem birtist í Viðskiptablaðinu 31. október sl.: Hitt var svo eiginlega hálfu verra, þegar allt var komið í óefni, að þá var ekkert hugsað um almannatengslin heldur. Það er ekki eins og bresku þjóðirnar hati Íslendinga og þær hefðu vafalaust verið móttækilegar fyrir útskýringum þeirra. Það hefði undir eins átt að ráða bestu almannatengslastofu Bretlands og eins átti að senda einhverja málsmetandi menn, vel enskumælandi og með skilning á Bretlandi, til þess að kynna íslensk sjónarmið ytra, í sjónvarpi, við blaðamenn og svo framvegis. En það var ekkert gert og það voru seinni mistök íslenska ríkisins.
Í lögum um utanríkisþjónustu Íslands, nr. 39, 16. apríl 1971 segir að utanríkisþjónustan fari með utanríkismál og gæti í hvívetna hagsmuna Íslands gagnvart öðrum ríkjum. Hún skal einkum gæta hagsmuna Íslands að því er snertir: stjórnmál og öryggismál, utanríkisviðskipti og menningarmál.
Það er búið að vera stórmerkilegt að fylgjast með þessari umræðu upp á síðkastið. Við erum í þeirri stöðu að ímynd og hagsmunir Íslands erlendis hafa sennilegast aldrei verið í verri málum en einmitt nú. Hvað hefur verið gert til að bæta úr þessum málum og hvernig gefur tekist til?
Samfylking með langmest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.