Hvað með bankaráð Seðlabankans Helgi? Á það að sitja áfram?

Það er verið að ræða tjón Seðlabankans vegna "gáleysislegra" veðheimilda sem hann veitti í endurhverfum viðskiptum, með rýmkun veðheimilda. Bankinn er gagnrýndur harkalega fyrir það núna í fjölmiðlum og krafist afsagnar bankastjórnar. Hefði Seðlabankinn ekki víkkað veðheimildir hefði hann örugglega án alls efa einnig verið gagnrýndur harkalega þar sem viðkomandi bankastofnanir hefðu þá eflaust farið á hausinn strax vegna lausafjárskorts. Þá hefði einnig verið krafist þess að bankastjórnin segði af sér. Seðlabankinn hefur ennfremur verið gagnrýndur harkalega fyrir að vera ekki nægjanlega sveigjanlegur í sambandi við fyrirgreiðslu við bankana, svo dæmi sé t.d. tekið í sambandi við yfirtökuna á Glitni. Nú er verið að hamra á því að Seðlabankinn hafi verið svo til of sveigjanlegur í lánveitingum sínum? Verða þetta ekki að teljast örlitlar þverstæður? Það hlýtur annars að teljast vandlifað í þessum heimi eða hvað? Maður spyr sig...

Eitt að lokum. Hvers vegna segir Helgi Hjörvar ekki að bankaráðið eigi að víkja? Þar sitja fulltrúar Samfylkingarinnar. Hinn eflaust ágæti maður, Jón Sigurðsson er formaður Fjármálaeftirlitsins og hlýtur þar með að bera töluverða ábyrgð á stöðunni í dag, myndi maður ætla. Umræddur Jón er einnig varaformaður bankaráðs Seðlabankans og hlýtur sem slíkur að bera ábyrgð á stefnu bankans. Eins og segir á vef Seðlabankans: "Bankastjórn hefur náið samráð við bankaráð um stefnumörkun og ákvarðanir í mikilvægum málum.". Af því hlýtur að mega álykta sem svo að bankaráðið beri einnig ábyrgð á ákvörðunum bankastjórnar Seðlabankans. Ef menn innan bankaráðsins telja að um mistök hafi átt sér stað, þá hljóta þeir hinir sömu, eins og títtnefndur Jón Sigurðsson að segja af sér. Svo einfalt er það og fordæmi fyrir því af hálfu Samfylkingarinnar. Hann hlýtur þá að, sem fulltrúi Samfylkingarinnar að segja af sér með góðu fordæmi. Er það ekki nokkuð rökrétt annars? Hvers vegna situr fulltrúi Samfylkingarinnar, varaformaður stjórnarinnar enn? Verður ekki að svara því fyrst? Er þetta nokkuð tvískinnungur? Maður spyr sig...?

Hvernig er það - er Samfylkingin komin í stjórnarandstöðu, manni finnst það dálítið á köflum. Kannski hún sé bara að undirbúa sig ... ?

Hvar er annars Jón Sigurðsson fulltrúi Samfylkingarinnar sem bæði situr sem formaður Fjármálaeftirlitsins og varaformaður Seðlabankans? Ég hef ekkert heyrt frá honum um þetta allt saman?

Annars virðist búið að vera ansi mikið af fremur innihaldslausum yfirlýsingum upp á síðkastið, hef tekið nokkuð af því saman hér: http://rynir.blog.is/


mbl.is Seðlabankinn í mínus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband