Engin samfylking í ríkisstjórn?

Hver og einn má skilja þessa fyrirsögn eins og hann vill.

Tillögur, eftir að hafa fylgst með fréttum undanfarið sýnist manni (alls ekki tæmandi upptalning):
  • Samfylkingin virðist ekki bera ábyrgð á mörgum málum í öllu þessu umróti.
  • Flokkurinn virðist á köflum vera í stjórnarandstöðu. Stórmerkilegt alveg hreint (ekki það sem við þurfum í þessari stöðu að hafa enn einn flokkinn í stjórnarandstöðu).
  • Menn virðast tala í mismunandi áttir innan ríkisstjórnarinnar og jafnvel innan flokksins sjálfs.
  • Hluti af flokksmönnum Samfylkingarinnar hafa haldið mótmælaaðgerðir m.a. gegn ríkisstjórninni.

Maður verður hálf ringlaður af þessu öllu. Það virðist í það minnsta ekki ein sam-fylking í gangi þar, eða hvað? Maður spyr sig...  


Annars er það ekkert nýtt að reynt sé að benda á Seðlabankann / Davíð Oddsson þegar beina þarf athyglinni eitthvert annað í óþægilegum málum. Reyndir stjórnmálamenn vita að það getur stundum gefist vel að benda á einhvern annan og beina athygli þangað og þannig reyna að afvegaleiða umræðuna þar til hún dalar. Um það má t.d. lesa á þessari síðu: http://rynir.blog.is/blog/rynir/

 


mbl.is Auðmenn eiga stóran þátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það virðist vera mottó hjá sumum stjórnarliðum að kenna Davíð Oddssyni um allt sem afvega fer í þessu þjóðfélagi. Held að þeir ættu einmitt að líta sér nær. Helmingur af Samfylkingunni skottast út á torg með babydollið hana Kolfinnu og þann gamla Jón Baldvin á eftir en þau eru nú eingöngu með til að fá athygli greyin ef þau kæmu með eitthvað af viti fengu þau örugglega meiri athygli. 

Guðrún (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 14:41

2 identicon

Þessi ríkisstjórn er hauslaus her sem þarf að losna við. Hver hendin á móti annari meðan almenningur blæðir. Niður með ráðleysið og lygavefinn

Mangi Tomm (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband