Þriðjudagur, 28. október 2008
Laug Davíð í Kastljósinu um útrásarsönginn? Nei ...
Eins og venjulega deila menn hart þegar Davíð er annarsvegar. Könnun á vegum Stöðvar 2 sem fréttin fjallar um er e.t.v. ein af þeim birtingarmyndum. Umfjöllunin um manninn upp á síðkastið hefur nú tæpast verið sú allra jákvæðasta í sögu þjóðarinnar.
Eitt af því er t.d. um hinn svokallaða "útrásarsöng" í Kastljósinu og hugsanlega hans þátt þar. Varðandi umrætt viðtal vilja ansi margir meina að hann hafi hreint logið til um sinn þátt í "útrásarsöngnum" svokallaða. Ég er þó ansi hræddur um að ummæli hans hafi verið tekin úr samhengi úr því viðtali. Held að það sé mikill misskilningur að skilja sem svo að Davíð hafi aldrei hvatt til þess að fyrirtæki útvíkkuðu starfsemi sína erlendis. Það hlyti þá að vera eitthvað í meira lagi bogið við það ef hann ekki fylgjandi því að fyrirtæki myndu útvíkka starfsemina út fyrir strendur Íslands. Get ekki skilið ummæli hans svo. Hinsvegar var hann að tala um að undirstöðurnar þurfa að vera traustar en eignirnar ekki skuldsettar upp í topp, eins og var einkennandi fyrir hina íslensku útrás" og hann talar um.
Tók mig til að hlustaði á þennan hluta sem um ræðir og þar segir Davíð eftirfarandi:
... Bíddu við, ég hef aldrei verið að bera lof á þessa útrás (sjá feitletrað). Mér fannst hún alltaf mikið furðuverk, mikið furðuverk. Ég verð að segja það alveg eins og er. [...] Það sem ég er að segja, útrás sem byggð á því að kaupa hluti, skuldsetja þá, kaupa aðra hluti, skuldsetja þá, kaupa enn hluti og skuldsetja þá, skuldsetja eignarhaldsfélögin, sem áttu fasteignir, skuldsetja þær í topp, fá síðan lán í bönkum og halda að þessi spilaborg geti gengið til eilífðar, ég söng aldrei þennan útrásarsöng [sjá feitletraðan texta sem fornafnið hlýtur að vísa í]. Það gerðu ýmsir, það gerðu ýmsir ... ". Semsagt, Davíð neitar því ekki að hafa nokkurn tíman talað um að íslensk fyrirtæki væru að stækka við sig út fyrir landssteinana. Hann neitar því hinsvegar algerlega að hafa tekið þátt í þeim útrásarsöng, sem á við fyrirtæki sem fóru í samruna og yfirtökur erlendis með því að skuldsetja sig langt fram úr hófi, upp í topp án þess að hafa undirstöður nægilega traustar.
Hér er önnur heimildin:
Útrás íslenskra fyrirtækja er mikið ánægjuefni. Hún hefur víða vakið verðskuldaða athygli og fært heim sanninn um að okkur Íslendingum eru flestir vegir færir. Dugur og kjarkur ásamt hæfilegri bjartsýni fleytir viðskiptamönnum okkar langt ef viðspyrnan er næg." Hér er hann að tala um að íslensk fyrirtæki séu að leita út fyrir landsteinana og flestir vegir færir ef baklandið nægilega traust, semsagt... ekki þessi blessaða ofurskuldsetning eins og íslenska útrásin" svokallaða byggðist á og hann talar um. (Heimild: http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/RaedurDO/nr/2640)
Hér er svo hin heimildin: (Heimild: http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/RaedurDO/nr/2640). Þar er svipað upp á teningnum.
Get vart skilið ummæli hans öðruvísi með þetta í huga.
Það að hann hafi fjallað um að fyrirtæki væru að hasla sér völl erlendis, á eftir því sem ég skil þetta best, ekki mikið sameiginlegt með hinni svokölluðu "íslensku útrás" eins og hann skilgreinir það að ofan. Er þetta ekki nokkuð rökrétt annars? Maður spyr sig...
10% styðja Davíð í embætti seðlabankastjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Facebook
Athugasemdir
Sælir Hlynur, það kann mögulega að virðast svo í hugum einhverra.
Telurðu efnislegt innihald færslunnar hér að ofan ekki nokkuð rökrétt annars?
Sæl Dóra litla - Takk kærlega fyrir. Ánægjulegt að sjá þau góðu viðbrögð sem hafa verið við færslum á vefsíðunni. Hvet þig eindregið til að skoða aðrar færslur á síðunni. Það er kannski ekki allt sem sýnist í umræðunni eftir þann lestur... ?
Góðar kveðjur,
Rýnir, 30.10.2008 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.