Þurfum við enn greiningardeildir bankanna?

Mér hefur fundist greiningardeildir bankanna vera dálítið furðuverk oft á tíðum. Ef Seðlabankinn hefur ekki staðið sig í sínum spám, þá hljóta greiningardeildir bankanna að hafa veitt bankanum harða samkeppni í þeim annars örugglega vafasömu efnum að spá kolrangt fyrir. Hvernig er það annars, þurfa bankar í eigu ríkisins að hafa greiningardeildir? Auk þess eru svo til engin fyrirtæki eftir í Kauphöllinni og sumir myndu segja, ekkert efnahagslíf eftir til að spá fyrir um. Eru þessar blessuðu deildir ekki búnar að gera "nóg" (hver og enn má skilja þetta á sinn hátt). Maður spyr sig...
mbl.is Spá 15,7% verðbólgu í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Greiningardeildir bankanna hafa alltaf verið úti á þekju hvað varðar úttekt á stöðu mála.  Er búið að vera kostulegt að fylgjast með þeim undanfarin ár.  Sé það að þú sækist eftir staðreyndum frekar en staðhæfingum.  Kíktu á Monitorinn á IceGate; þar er staðreyndapakki sem um munar.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 25.10.2008 kl. 15:39

2 Smámynd: Rýnir

Sæll og blessaður Snorri Hrafn,

og takk fyrir innleggið.

Ég held að það sé óhætt að segja að ég er a.m.k. ekki þeirra mesti aðdáandi...og hef ekki verið.

Takk annars fyrir ábendinguna. Það hlýtur að vera töluverð vinna að halda þessari síðu við, myndi maður a.m.k. halda.

Þér til upplýsinga, þá skoða ég stundum bloggið þitt. Haltu áfram góðu verki.

Kveðjur,

Rýnir, 25.10.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband