Tæpast neitt nýtt í þessari frétt

Get ekki betur séð en það sé ekkert nýtt efnislega í þessari frétt, allt áður þegar komið fram. Við vitum einnig nú þegar að Geir mun ekki setja bankastjórn Seðlabankans af, nema eitthvað annað þurfi að komi til. Eina leiðin í stöðunni, ef það lægi mikið á að koma bankastjórninni frá, hlyti þá að vera að slíta stjórnarsamstarfinu. Hafa ber þó í huga, að við þurfum tæpast stjórnarkreppu ofan á allt annað, tala nú ekki um ef það sé vegna þess eins að losna við hina mjög svo margumræddu bankastjórn. Skarpgreind Ingibjörg Sólrún eins og ég geri ráð fyrir að hún sé áttar sig vel á þessu. Þess vegna passar hún sig á að vera "hófleg" í yfirlýsingum af þessu tagi. Segir að bankastjórnin eigi að gefa forsætisráðherra "svigrúm" til breytinga.... segir ekki að Geir eigi að setja bankastjórnina af. Hljóta nú einnig að vera einhver önnur mál sem hafa meiri forgang og þarf að greiða úr. Einnig er ég nú ansi efins, að Davíð færi beint í það að spila bridds og setjast við skriftir, með ESB og allt annað vofandi yfir sér. Hann færi að gera eitthvað annað... eða hvað? Síðan virðast Vinstri grænir þá vera í ágætis stöðu, ef upp úr stjórnarsamstarfinu slitnaði. Glöggir menn hafa einnig eflaust tekið eftir því að Steingrímur J. og Guðni Ágústsson hafa oft upp á síðkastið reynt að leggja leið sína hjá því að gagnrýna Seðlabankann. Á maður að reyna að lesa of mikið út úr þessu? Tengjast þessir hlutir eitthvað? Maður spyr sig ...
mbl.is Ingibjörg ræddi við Geir um stöðu Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband