Rýnir

Rýnir er óflokksbundinn stjórnmálaflokki og leitast við að fylgjast vel með og skilja þjóðfélagsumræðuna aðeins betur. Hefur því meiri áhuga á að því að spyrja spurninga en að varpa fram (órökstuddum) fullyrðingum. Sækist því frekar eftir staðreyndum en staðhæfingum. Efni vefsíðunnar, vangaveltur fyrst og fremst, viðleitni í þá átt. Allt málefnalegt, vel rökstutt innlegg vel þegið. Annað afþakkað með góðu.

Ágætt er að hafa í huga við ritun athugasemda, fræga tilvitnun úr ljóði eftir Einar Benediktsson: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar”.

Hverjum sem er, er frjálst að setja inn athugasemd/ir hér, hvort sem er undir fullu nafni, hluta úr nafni eða dulnefni. Breytir engu hver höfundurinn er. Ég geri kröfur um rök, ekki nöfn. Innleggið skal því vera málefnalegt. Ef um fullyrðingu er að ræða, skal vera hægt að rökstyðja hana, ella telst hún rökleysa og því að öðru óbreyttu, tæplegast mikið mark á takandi.

Það er ágætt að fara varlega á víðáttum netsins hvað varðar höfunda athugasemda / færslna en það má ekki setja alla “nafnlausa” undir einn hatt. Ég legg mig ávallt fram um að vera málefnalegur í athugasemdum, færa góð rök fyrir máli mínu, sneiða hjá persónulegum ávirðingum, sleppa aðdróttunum og vega að æru annarrar sálu. Ef einhver rekst á athugasemdir frá mér á vefnum er hægt að sannreyna það sem og við lestur á þessari heimasíðu að slíkt eigi við. Ég geri einnig kröfu um vandað íslenskt mál, ef út í það er farið.

Sá sem er tilbúinn til að rökstyðja gagnrýni sína gerir það með því að setja fram rök, ekki nafn. Annars verður að vara sig á því að taka einhverju sem hljómar eins og fullt nafn, t.d. Jón Guðmundsson, sem réttu nafni. Það getur allt eins verið dulnefni og ekki einfalt mál að staðreyna. Slíkt vekur því að öðru óbreyttu upp falska öryggiskennd.

Persónulega horfi ég því fremur í efni textans en hver höfundur kann að vera. Lykilatriðið ætti því að vera gagnrýnin hugsun. Hver og einn vegur þetta og metur fyrir sig.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband