Jón Ásgeir ofsóttur að ástæðulausu, að eigin sögn a.m.k.

Úr ræðu Davíðs Oddssonar: "Sú reiði sem kraumar í þjóðfélaginu og hægt er að beina í ýmsar áttir af áróðursmaskínum er ekki síst kraumandi vegna þess að það er ekki verið að upplýsa almenning um eitt eða neitt. Af hverju hefur það ekki verið upplýst að einn aðili skuldaði eitt þúsund milljarða í íslenska bankakerfinu og þá er eingöngu verið að tala um viðskiptabankana þrjá, ekki sparisjóðina, lífeyrissjóðina eða ýmsa aðra aðila, sem viðkomandi skuldaði né erlendar skuldir sama aðila. Eftir að bankaeftirlitið var fært frá Seðlabankanum gat hann ekki aflað sér upplýsinga um slíkt. Hann gat ekki vitað það. En það vissu aðrir, á því getur ekki verið neinn vafi. Eitt þúsund milljarða skuld eins aðila í íslenska bankakerfinu er erfitt að skilja, jafnvel svo erfitt að menn leiða hana hjá sér. En það má ekki víkja sér undan að horfa á þessa mynd. Einn aðili skuldaði með öðrum orðum bönkunum þremur um eða yfir eitt þúsund milljarða króna. Það er hærri fjárhæð en allt eigið fé gömlu bankanna saman lagt. Bankastjórarnir sem lánuðu hver fyrir sig hlutu að vita að samanlagt væri dæmið þannig. Vegna þess að þeir horfðu ekki aðeins á lánsfé eigin banka, heldur fengu þeir öll gögn vegna veðtöku áður en stærstu einstöku lán bankans voru veitt, eða það skyldu menn ætla. Og eftirlitsaðilar hljóta að hafa vitað það líka og hafa því teygt sig með ólíkindum langt til að finna út að sami aðili væri óskyldur sjálfum sér við þessar aðstæður. Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst? Hvaða heljartök hafði viðkomandi á bönkunum og öllu kerfinu?"

Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri vegna skrifa Gunnars Smára Egilssonar, fyrrum samstarfsmanns hans, þessu tengdu: "Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Baugs segir í grein í Morgunblaðinu í dag að skuldir þriggja stærstu félaganna sem honum tengjast, Baugs, Stoða og Landic Property, nemi 900 milljörðum króna. Eignir á móti hafi um mitt þetta ár numið um 1200 milljörðum króna.

Tilefni þessara skrifa eru staðhæfingar Gunnars Smára Egilssonar, fyrrum náins samstarfsmanns Jóns Ásgeirs, þess efnis að skuldir Jóns Ásgeirs nemi yfir þúsund milljörðum króna."

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér fyrri mál mannsins er bent á að skoða: http://www.baugsmalid.is/

Annars var fróðlegt að sjá Jón Ásgeir svara fréttamanni vegna Stím og meintum tengslum. Sjá sérstaklega í myndbrotinu 01:40 - um hvort hann þekki Jakob Valgeir Flosason.

Fréttamaður: "Þekkirðu þann mann [Jakob Valgeir Flosason] ekki?".
Jón Ásgeir: "Neeeeeeeeeiiiijjj..... .... ég þekki hann ekki neitt...".
Ágætt að fylgjast með líkamstjáningunni á sama tíma og hann segir þetta...
Kannski er það bara ég en annaðhvort svarar maður skýrt með "já" eða "nei", hvort maður þekkir einhvern. Dæmi hver nú fyrir sig...

Hefur einhver annars tölu yfir það hversu margar yfirlýsingar Jón Ásgeir er búinn að senda frá sér á þessu ári. Maður spyr sig...


mbl.is Efast um að Davíð eigi við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband