Sigurður Einarsson og meintu óvildarmennirnir

Kannski er það bara ég sem á erfitt með að taka mikið mark á orðum Sigurðar Einarssonar hvað varðar Davíð.
 
Sigurður var stjórnarformaður fyrirtækis sem lenti í stærsta gjaldþroti Íslandssögunnar. Á sama tíma og hann lét þessi ummæli falla var m.a. hörð ádeila í þjóðfélaginu um að stjórnendur Kaupþings hefðu fengið felldar niður persónulegar ábyrgðir á lántökum í bankanum. Forstjóri og stjórnarformaður bankans eru sagðir hafa verið stærstu lántakendurnir sem fengu slíka niðurfellingu (og Sigurður jafnframt formaður stjórnarinnar sem samþykkti niðurfellinguna). Óneitanlega hefur verið þægilegt að beina allri þessari óþægilegu athygli eitthvert annað.

Auk þess verður að teljast ansi furðulegt að formaður bankastjórnar Seðlabankans á að hafa sagt þetta samkvæmt Sigurði en Seðlabankinn veitti  Kaupþingi 500 milljóna evra lán með veðum í FIH bankanum í Danmörku til að hjálpa Kaupþing að komast af! Kaupþing var eini bankinn sem fékk slíka fyrirgreiðslu og enginn smá fyrirgreiðsla það, með veðum í hlutabréfum fjármálafyrirtækis sem tæplegast verður talið sem áhugaverðasta veðið nú á dögum. Ég átta mig ekki alveg á hverskonar óvild það er?

Annars virðast óvildarmenn Sigurðar vera ansi margir. Hann hefur verið óspar á yfirlýsingar um illa innrættar erlendar greiningardeildir og fræðimenn sem sögðu eitthvað slæmt um bankann, gott ef ekki, samkvæmt honum, einungis í samkeppnislegum tilgangi og tölum nú ekki um hvort jafnvel eitthvað annarlegt eigi að hafa búið þar að baki greiningum sem komu bankanum illa.

Ef Kaupþing hefur verið í einhverjum sérstökum óvildarhóp Davíðs, hvernig stendur þá á því að bankinn varð stærsta fyrirtæki landsins og hélt höfuðstöðvum sínum á Íslandi? Höfum einnig í huga að lítill hluti efnahagsreiknings Kaupþings tengdist Íslandi.

Semsagt, ef Sigurður hefur tekið þessa meintu hótun alvarlega, hvers vegna var ekki ráðist í það að flytja bankann erlendis fljótlega eftir það... eða fyrr, því eins og hann segir, á þessi óvild að hafa staðið yfir í langan tíma, og tæplegast hefur lítið hlutfall efnahagsreiknings á Íslandi verið mikil fyrirstaða í slíkum flutningum?

Af framansögðu, á ég mjög erfitt með að taka mikið mark á orðum Sigurðar hvað þetta varðar, er annað hægt? Maður spyr sig...


mbl.is Stjórn Seðlabanka ætlar ekki að tjá sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband